Lífið

Hafi orðið heyrnar­laus af of miklu Viagra áti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hugh Hefner og Crystal giftu sig árið 2013 og voru saman allt þar til hann lést árið 2017.
Hugh Hefner og Crystal giftu sig árið 2013 og voru saman allt þar til hann lést árið 2017. EPA/DANIEL DEME

Hugh Hefner, stofnandi, út­gefandi og aðal­rit­stjóri Play­boy-tíma­ritsins varð heyrnar­laus á öðru eyra af því að hann tók of mikið af stinningar­lyfinu Viagra. Þetta segir Crys­tal Hefner, ekkja rit­stjórans.

Í um­fjöllun banda­ríska slúður­miðilsins Pa­geSix kemur fram að ekkjan sé nú að fara að gefa út endur­minningar sínar í bókinni „Only Say Good Things.“ Þar lýsir hún á hispurs­lausan hátt sam­skiptum sínum við eigin­manninn.

„Heff sagði alltaf að hann myndi frekar verða heyrnar­laus og geta stundað kyn­líf,“ skrifar Crys­tal í bók sína. Í um­fjöllun miðilsins segir að tölu­verður fjöldi rann­sókna bendi til tengsla á milli mikillar notkunar Víagra og heyrnar­leysis á einu eða báðum eyrum.

Crys­tal og Hugh kynntust þegar hún var 21 árs og hann 81 árs gamall. Hefner lést 91 árs gamall árið 2017. Crys­tal hefur sagt að hún hafi talið drauma sína vera að rætast þegar hún flutti inn í Play­boy setrið svo­kallaða til Hugh.

Veru­leikinn hafi hins vegar verið tölu­vert annar. Rit­stjórinn hafi reynst gríðar­lega stjórn­samur og stýrt öllu í fari Crys­tal, meðal annars litnum á nagla­lakkinu hennar. Þá hafi hann gert henni að sofa hjá sér á­samt fleiri konum sem búið hafi á setrinu.

Lofaði Hefner því að tala vel um hann

„Við töluðum um að skiptast á. Það vildi enginn vera þarna en ég held að í huga Hef hafi hann enn verið á fimm­tugs­aldri og þessi kvöld og allt þetta fólk á setrinu, það kveikti lífið í þeirri hug­mynd.“

Þá kemur fram í um­fjöllun Pa­geSix að Crys­tal lýsi sinni fyrstu nóttu með rit­stjóranum í bókinni, sem kemur út í janúar næst­komandi. Hún segir fyrstu nóttina ekki hafa verið neitt spes.

„Allt sem þú vildir að nóttin væri, eða allt sem þú héldir að hún yrði, jæja, þetta var ekki það.“

Crys­tal segist hafa heitið Hefner því að tala bara vel um hann að honum látnum. Síðan væru liðin sex ár og hún væri komin með nóg.

„Bókin heitir þetta af því að hann bað mig um að segja bara góða hluti um sig að honum látnum. Ég hélt það lof­orð síðustu fimm ár. Eftir að hafa leitað mér hjálpar þá hef ég áttað mig á því að ég yrði að vera heiðar­leg við sjálfa mig vegna tíma míns þarna. Þessi bók snýst um að jafna sig eftir að hafa verið í eitruðu and­rúms­lofti.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.