Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2023 16:37 Curver (til vinstri) og Einar í góðum gír eftir að búið var að finna út úr stóra hátalaravíramálinu, ef svo má að orði komast. Cuver Thoroddsen Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína. Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“ Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hamraborg Festival 2023 lýkur í dag en meðal verka á sýningunni er hljóðinnsetning Curvers í bílakjallara í Hamraborginni. Þema hátíðarinnar í ár er pönk og Curver tefldi fram verkinu Andskotans hávaði. Verkið samanstendur af tíu hátölurum sem eru dreifðir um rýmið. Í hverjum hátalara hljómar eitt gítarriff úr íslensku pönklagi síendurtekið. Saman mynda riffin „andskotans hávaða“ sem er frasi sem oft hefur verið notaður af fólki til að lýsa pönktónlist með neikvæðum hætti. Curver brá í brún þegar hann tók eftir því á mánudaginn að klippt hafði verið á víra hátalaranna í kjallaranum. Mbl greindi frá og ræddi við Curver sem sagði pönkara hafa hangið í bílakjallaranum í gamla daga. Hann taldi líklegast að ósáttur nágranni eða einhver sem kunni ekki að meta pönk hefði í pirringskasti klippt á vírana. Svo reyndist ekki vera heldur var um að ræða Einar nokkurn sem vill svo til að er umsjónarmaður húsnæðisins. Curver segir frá á Facebook-síðu sinni. Leystur út með konfekti „Ég fékk símtal seint í gær frá Einari, kurteisum eldri manni sem að klippti á víranna. Hann er umsjónarmaður húsnæðisins í Hamraborg og þetta var alls ekki gert í illu eða pirringi. Heldur höfðu skilaboðin um hátíðina greinilega ekki náð alla leið inn til umsjónarmannsins sem hafði engar upplýsingar um af hverju þetta væri þarna,“ segir Curver. „Hann hélt að þetta væri einhver hrekkur gerður af unglingum. Klippti á einn hátalara sem að hann fann og skildi ekki afhverju hljóðið hélt áfram. Fann þá annan og klippti á hann og svo framvegis. Hann heyrir illa og átti erfitt með að skynja hvaðan allur þessi hávaði var að koma. Var alveg hissa yfir því hvað þetta væru margir hátalarar,“ segir Curver á léttum nótum. Allt er gott sem endar vel. „Þannig að allt er í góðu og mér er bara mjög létt að þetta hafi ekki verið gert í einhverjum illindum og pirring,“ segir Curver. Hann nefnir að viðgerð á verkinu hafi ekki reynst erfitt verk og allir séu sáttir. „Ég gaf Einari konfekt og allir aðilar eru sáttir.“
Kópavogur Tónlist Menning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira