„Alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:32 Höskuldur Gunnlaugsson hefur skorað sex mörk í Evrópukeppnum í sumar. vísir/hulda margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Struga í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn í Norður-Makedóníu og ef þeir verja forskotið í dag verða þeir fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. „Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira
„Það er komin mikil tilhlökkun í mann og spenningurinn alveg farinn að láta finna fyrir sér. Þetta er stór leikur og ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins, í ljósi þess hvað er undir,“ sagði Höskuldur við Stefán Árna Pálsson. Fyrirliðinn, sem skoraði mark Breiðabliks í fyrri leiknum, er ekki smeykur um að stærð leiksins í dag verði Blikum ofviða. „Nei, auðvitað er maður meðvitaður um að spennustigið sé hátt. Það þýðir ekkert að horfa framhjá því, frekar nýta það til að setja okkur upp á tærnar og vera skarpir og einbeittir. Mér finnst við alltaf vera helvíti beittir og flottir þegar það er mikil pressa og mikið undir,“ sagði Höskuldur sem segir stuðning áhorfenda og heimavöllinn skipta máli í leiknum. „Það munar öllu. Við finnum vel fyrir því þegar það er pakkfull stúka og stuðningur og þegar það heyrist vel í áhorfendum. Það gefur okkur klárlega orku.“ Peningarnir ekki helsti drifkrafturinn Sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er ekki það eina sem er undir í leiknum í dag heldur einnig hálfur milljarður króna sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Þá hefur verið talað um að leikmenn Breiðabliks fái væna bónusa ef þeir komast áfram. Höskuldur segir að peningarnir séu ekki það helsta sem hvetur Blika áfram. Klippa: Viðtal við Höskuld „Auðvitað er mikið undir fyrir félagið og leikmenn en þetta er alls ekki helsti drifkrafturinn fyrir þetta einvígi. Fyrir okkur, hópinn, er það undir að verða fyrsta liðið til að fara í riðlakeppni í Evrópukeppni. Það drífur mann áfram. Hitt er blásið upp. Ég get alveg sagt það. Það er einkamál innan hópsins og félagsins,“ sagði Höskuldur. Góð áhættustýring Að hans sögn munu Blikar spila sinn leik gegn Struga og sækja til sigurs, þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í einvíginu. En þeir munu fara að öllu með gát. „Það er mikilvægt að finna gott jafnvægi. Við verðum að fara í leikinn til að vinna hann en að því sögðu þurfum við að vera með góða áhættustýringu og bjóða ekki upp á skyndisóknir hjá þeim. Þeir eru öflugir í því. Það er að finna þennan milliveg,“ sagði Höskuldur. Viðtalið við Höskuld má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Sjá meira