Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 16:19 Andrew Tate, bróðir hans og tveir aðrir hafa verið ákærðir í Rúmeníu. EPA/ROBERT GHEMENT Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03