Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 20:30 Viktor Karl Einarsson fagnar marki sínu. Vísir/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Breiðablik vann í kvöld magnað afrek með 2-0 sigri úr einvígi sínu gegn norður-makedónska liðinu Struga sem tryggði liðinu sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Hún er í raun bara ólýsanleg, ég er bara enn að átta mig á þessu, “ segir Viktor Karl um tilfinninguna sem fylgir því að vera hluti af fyrsta íslenska karlaliðinu sem tryggir sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Það er bara geggjað að hafa klára þetta, ég man varla eftir því sem gerðist í leiknum. Við fórum bara inn í hann og ætluðum að vinna hann, svo dettur inn mark á fyrstu mínútunum og maður er einhvern veginn bara enn að komast yfir fagnaðarlætin og ná sér niður.“ Viktor Karl kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í fyrri leik liðanna. Lék svo allan leikinn gegn Víkingi Reykjavík fyrir nokkrum dögum og svo aftur í kvöld í seinni leiknum gegn Struga. Þá skoraði hann sigurmark leiksins í þokkabót og var einn af prímusmótorum Blika í sókninni. Úr hverju ertu gerður drengur? „Við erum allir í hörku formi, höfum spilað mikið af mínútum. Það var einhver taktísk hugsun í fyrri leiknum sem olli því að ég var á bekknum, sem er bara gott og vel. Svo kemur maður bara aftur inn í liðið núna, leggur allt á borðið í þessar 90 mínútur. Maður lagði bara allt í sölurnar í dag.“ Blikar virtust hafa fullkomna stjórn á leiknum allan tímann og komu inn til hálfleiks í kvöld með tveggja marka forystu í einvíginu. Hvað segir Óskar við ykkur í hálfleik? „Bara að halda áfram. Þeir breyttu aðeins um kerfi og við aðlöguðum okkur bara að því. Það var svona aðallega það sem við fórum yfir í hálfleik. Svo vorum við staðráðnir í því að taka ekki fótinn af bensíngjöfinni, halda bara áfram að herja á þá. Það gerðum við og áttum miðað við færin sem við fengum að skora fullt af mörkum í þessum leik. En á endanum var þetta bara fagmannlega gert og geggjað að hafa klárað þennan leik.“ Viktor Karl hefur á sinni tíð fylgst með ófáum dráttum í riðlakeppnir Evrópukeppna félagsliða í fótbolta en á morgun finnur hann sig í óvenjulegri stöðu þegar dregið verður í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þar sem verður að finna Breiðablik. Viktor verður límdur fyrir framan skjáinn þegar dregið verður í riðla. „Maður mun fylgjast með þessu, það væri gaman að fá einhverja skemmtilega andstæðinga og spila á skemmtilegum leikvöngum.“ Það var mikil stemning eftir leik.Vísir/Hulda Margrét
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira