Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 10:42 Kosningaskilti Ali Bongo, forseta Gabon, sem hefur verið skemmt. Hann, samstarfsmenn hans og fjölskyldumeðlimir eru í stofufangelsi eftir valdarán hersins. AP/Yves Laurent Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim. Gabon Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim.
Gabon Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira