Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 10:42 Kosningaskilti Ali Bongo, forseta Gabon, sem hefur verið skemmt. Hann, samstarfsmenn hans og fjölskyldumeðlimir eru í stofufangelsi eftir valdarán hersins. AP/Yves Laurent Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim. Gabon Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim.
Gabon Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira