Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2023 16:00 Fólkið flaug frá Madrid á Spáni þann 23. apríl síðastliðinn. Unsplash/Emilio Garcia Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Angelo Mohamed Sagastegui Mazuelo og Leslie Lisbeth Linares Villanueva kom til landsins með flugi frá Madrid þann 23. apríl síðastliðinn. Grunur lék á því að þau væru búin að dvelja lengur innan Schengen svæðisins en þau höfðu heimild til og voru færð á varðstofu lögreglu. Þau sögðust ekkert þekkja hvort til annars. Í ljós kom að þau voru með tugi pakkninga af kókaíni innvortis og játuðu þau hvort í sínu lagi að hafa smyglað kókaíni. 590 grömm í 62 pakkningum hjá Angelo og 748 grömm í 78 pakkningum hjá Leslie. Þau játuðu þó ekki að hafa framið brotið í samverknaði sem varð til þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Fólkið sagðist vera hælisleitendur í Madrid sem ættu engan kost á heiðarlegri vinnu. Þau hefðu því tekið að sér að flytja kókaín innvortis til Íslands. Tvö þúsund evrur voru greiðslan fyrir verkefnið og 350 evrur til að halda þeim uppi á Íslandi í fjóra til fimm daga. Svo áttu þau bókað sama flug frá landinu. Héraðsdómur Reykjaness taldi of mikið ekki ganga upp í frásögn fólksins þess efnis að fólkið hefði ekki unnið saman við innflutninginn. Fólkið hafði verið í samskiptum á Whatsapp á meðan það kyngdi pakkningunum og sent farseðla sín á milli. Til að byrja með hefðu þau látið lítið með kunningskap sinn en svo komið í ljós að þau höfðu þekkst í nokkra mánuði og verið í sömu íbúðinni í Madrid þar sem kókaínið var afhent. Héraðsdómur dæmdi fólkið í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem þau hafa sætt frá komunni til landsins þann 23. apríl. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Angelo Mohamed Sagastegui Mazuelo og Leslie Lisbeth Linares Villanueva kom til landsins með flugi frá Madrid þann 23. apríl síðastliðinn. Grunur lék á því að þau væru búin að dvelja lengur innan Schengen svæðisins en þau höfðu heimild til og voru færð á varðstofu lögreglu. Þau sögðust ekkert þekkja hvort til annars. Í ljós kom að þau voru með tugi pakkninga af kókaíni innvortis og játuðu þau hvort í sínu lagi að hafa smyglað kókaíni. 590 grömm í 62 pakkningum hjá Angelo og 748 grömm í 78 pakkningum hjá Leslie. Þau játuðu þó ekki að hafa framið brotið í samverknaði sem varð til þess að aðalmeðferð fór fram í málinu. Fólkið sagðist vera hælisleitendur í Madrid sem ættu engan kost á heiðarlegri vinnu. Þau hefðu því tekið að sér að flytja kókaín innvortis til Íslands. Tvö þúsund evrur voru greiðslan fyrir verkefnið og 350 evrur til að halda þeim uppi á Íslandi í fjóra til fimm daga. Svo áttu þau bókað sama flug frá landinu. Héraðsdómur Reykjaness taldi of mikið ekki ganga upp í frásögn fólksins þess efnis að fólkið hefði ekki unnið saman við innflutninginn. Fólkið hafði verið í samskiptum á Whatsapp á meðan það kyngdi pakkningunum og sent farseðla sín á milli. Til að byrja með hefðu þau látið lítið með kunningskap sinn en svo komið í ljós að þau höfðu þekkst í nokkra mánuði og verið í sömu íbúðinni í Madrid þar sem kókaínið var afhent. Héraðsdómur dæmdi fólkið í tveggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald sem þau hafa sætt frá komunni til landsins þann 23. apríl.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira