Síðustu forvöð til að drekka sig fulla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2023 20:06 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar færði Elínborgu blómvönd í tilefni dagsins en hún er elsti íbúi sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti íbúa Hornafjarðar, Elínborg Pálsdóttir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. Hún segist stefna ótrauð á að verða 110 ára. Hér erum við að tala um Elínborgu Pálsdóttur, fimm barna móðir en maður hennar var Benedikt Þorsteinsson, sem lést í október 2001. Þau bjuggu í Suðursveit. Elínborg býr á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem fer vel um hana. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins en Elínborg er elsti núlifandi íbúi sveitarfélagsins. „Það er gott að vera hérna, þetta er góð elli, maður fær alla hjálp, sem maður þarf, það er stjanað við mann,” segir Elínborg. Og þú ert orðin 100 ára, hvernig líst þér á það? „Það er bara ágætt á meðan ég held heilsunni og er ekki niðurbeygð eins og gamalt fólk verður oft,” segir hún. Elínborg fer út að ganga á hverjum degi með göngugrindina sína og er almennt mjög heilsuhraust. „Ég hef hreyft mig mikið, ég hef gengið mikið og borðað hollan mat náttúrulega og ekki verið óreglu manneskja og ekki reykt, það er bölvað eitur að reykja,” segir Elínborg. Elínborg hefur alltaf hreyft sig mikið og fer út að ganga mjög reglulega með göngugrindina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg er gamansöm og svaraði svona þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að drekka mig fulla, það eru að verða síðustu forvöð til þess,“ segir hún og hlær. Það fer einstaklega vel um Elínborg eins og annað heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Höfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað ætlar hún að verða gömul? „Þetta er skrítin spurning. Það er svo gott að vera hérna, ég gæti orðið 110 að minnsta kosti. Ég veit ekki hvort að nokkur hafi orðið það hérna, ég hugsa ekki.” Það fór vel á með bæjarstjóranum og Elínborgu þegar þau hittust og fóru yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Hér erum við að tala um Elínborgu Pálsdóttur, fimm barna móðir en maður hennar var Benedikt Þorsteinsson, sem lést í október 2001. Þau bjuggu í Suðursveit. Elínborg býr á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þar sem fer vel um hana. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson færði afmælisbarninu blómvönd í tilefni dagsins en Elínborg er elsti núlifandi íbúi sveitarfélagsins. „Það er gott að vera hérna, þetta er góð elli, maður fær alla hjálp, sem maður þarf, það er stjanað við mann,” segir Elínborg. Og þú ert orðin 100 ára, hvernig líst þér á það? „Það er bara ágætt á meðan ég held heilsunni og er ekki niðurbeygð eins og gamalt fólk verður oft,” segir hún. Elínborg fer út að ganga á hverjum degi með göngugrindina sína og er almennt mjög heilsuhraust. „Ég hef hreyft mig mikið, ég hef gengið mikið og borðað hollan mat náttúrulega og ekki verið óreglu manneskja og ekki reykt, það er bölvað eitur að reykja,” segir Elínborg. Elínborg hefur alltaf hreyft sig mikið og fer út að ganga mjög reglulega með göngugrindina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Elínborg er gamansöm og svaraði svona þegar hún var spurð hvað hún ætlaði að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að drekka mig fulla, það eru að verða síðustu forvöð til þess,“ segir hún og hlær. Það fer einstaklega vel um Elínborg eins og annað heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu á Höfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað ætlar hún að verða gömul? „Þetta er skrítin spurning. Það er svo gott að vera hérna, ég gæti orðið 110 að minnsta kosti. Ég veit ekki hvort að nokkur hafi orðið það hérna, ég hugsa ekki.” Það fór vel á með bæjarstjóranum og Elínborgu þegar þau hittust og fóru yfir málin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira