„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 22:16 Nemendur MA eru þreyttir á því að rútur leggi þvert fyrir bíla á bílastæði skólans. Rútubílstjóri hleypti úr tveimur dekkjum nemenda sem svaraði í sömu mynt. skjáskot Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“ Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Annar þeirra er Trausti Freyr Sigurðsson sem ræddi málið í samtali við Gústa B í útvarpsviðtali á FM957: Hleyptu úr dekkjum „Þetta byrjar núna í upphafi skólaárs, þá koma allir nemendur á stæði MA en túristarúturnar eru enn að leggja í sömu stæði. Þá gerist það að rúturnar leggja þvert fyrir alla nemendur og þá myndast auðvitað vandamál,“ segir Trausti Freyr. „Krakkar eru kannski að skreppa í hádegismat eða eitthvert í frímínútum og þá er rúta lögð þvert fyrir þau þannig að þau komast ekki úr stæðunum.“ Trausti og vinur hans vildu því gjalda rútubílstjórunum í sömu mynt. „Við ákváðum bara að leggja í stæðin fyrir framan rútuna og aftan og gefa þeim það sem þeir hafa gefið okkur.“ Og hvernig tóku rútubílstjórarnir í það? „Þeir tóku ekki vel í það, það var til dæmis hleypt úr tveimur dekkjum á bílnum mínum,“ segir Trausti. Honum var í framhaldinu sagt að færa bílinn. „Það er kannski smá erfitt fyrir mig að færa bílinn þegar það er búið að hleypa úr dekkjunum. Þetta var aðeins í þversögn við það sem þeir báðu mig um. Þetta er allt í vinnslu, það er óvíst hvernig dekkin eru núna.“ Rútubílstjórar og nemendur MA hafa undanfarna viku deilt um notkun á bílastæðinu. Upp úr sauð síðasta mánudag.aðsend Bola þurfi rútunum burt. „Það eru allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið,“ segir Trausti Freyr sem heldur að rútubílstjórarnir verði til friðs framvegis. Miðillinn Hrímfaxi hefur birt myndband sem sýnir nemendur og bílstjóra rífast á stæðinu eftir að einn rútubílstjóranna hleypti úr tveimur dekkjum nemenda. Krista Sól Guðjónsdóttir formaður skólafélagsins segir að skólastjórnendur hafi haft samband við rútufyrirtækið SBA Norðurleið til að fá rútubílstjóra til að leggja rútunum aftast á stæðinu. „Það endist í fjóra daga max,“ segir Krista í samtali við Vísi. „Eigandi SBA vísaði þessu öllu á bug og sagði að það eina sem hægt væri að gera væri að sjá til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Eigandi bílsins sem kom að loftlausum dekkjum fékk ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“
Akureyri Skóla - og menntamál Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira