Fær 215 milljóna króna styrk til að rannsaka málnotkun þingmanna Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 10:00 Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Anton Karl Ingason, dósent í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands, hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði um 215 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu til verkefnis sem miðar að því að skýra hvernig málnotkun fólks breytist á lífsleiðinni. Þetta er stærsti styrkur sem fengist hefur til rannsókna á íslenskum málvísindum. Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum. Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Verkefnið sem er styrkt heitir EILisCh (Explaining Individual Lifespan Change) og verður því að öllu leyti stýrt við Háskóla Íslands. Það miðar að því að skilja breytta málnotkun í tengslum við atburði og aðstæður í lífi og umhverfi einstaklinga með því að tvinna saman framfarir í félagsmálfræði, megindlegri setningafræði og klínískum málvísindum. Í verkefninu verður mál íslenskra þingmanna athugað og viðtöl tekin við bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn til að kortleggja mál þeirra og sögulegt samhengi þeirra sem einstaklinga. Fjölbreytilegar afurðir máltækniáætlunar stjórnvalda verða notaðar til að greina stór gagnasöfn með afkastameiri hætti en annars væri unnt um leið og ætlunin er að skoða sögu einstakra þingmanna í samhengi við stjórnmálasögu og atburði í lífi þeirra. Fer að mestu leyti fram hér á landi Um er að ræða fimm ára verkefni sem fer að nær öllu leyti fram á Íslandi en þó í samstarfi við alþjóðlega sérfræðinga í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fleiri munu svo tengjast verkefninu eftir því sem rannsókninni vindur fram og stúdentar munu fá tækifæri til starfsþjálfunar innan verkefnisins. Hefur komið að fjölda mikilvægra rannsókna EILisCh-verkefnið hefur einnig hagnýtar hliðar fyrir samfélagið vegna þess að nákvæm kortlagning á málfari í samhengi við heilbrigða mannsævi og öldrun er lykill að því að skilja klínísk frávik í málnotkun. Anton hefur stundað rannsóknir á því hvernig málnotkun breytist þegar taugahrörnunarsjúkdómar ágerast en slíkar athuganir geta stuðlað að nýjum og endurbættum aðferðum til sjúkdómsgreiningar. Anton hefur enn fremur komið að fleiri spennandi verkefnum, svo sem að þróa orðaforðalausn til að læra íslensku sem annað mál og kortleggja villur í íslensku ritmáli. Styrkurinn til EILisCh-verkefnisins er veittur undir hatti nýliðunaráætlunar Evrópska rannsóknaráðsins (ERC Starting Grants) sem styður unga vísindamenn á fjölbreyttum fræðasviðum í Evrópu. Samkeppni um styrki frá ERC er gríðarlega hörð og til marks um það bárust nærri 2.700 umsóknir um nýliðunarstyrki að þessu sinni en aðeins 400 verkefni hlutu stuðning. Anton er eini vísindamaðurinn hér á landi sem fær úthlutað úr sjóðnum.
Íslensk tunga Háskólar Íslensk fræði Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira