Fjöldi brota færist nær því sem var fyrir heimsfaraldur Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2023 12:20 Eygló Harðardóttir segir það mjög brýnt að fylgjast vel með gögnum og tölfræði. Starf lögreglunnar verði að byggja á því. Vísir/Einar Brotum um helgar fækkar á milli ára í heild en fjölgun er á tilkynningum um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. Heildarfjöldi tilkynntra brota til lögreglu um helgar í sumar voru 4.864 eða 5 prósent færri en í fyrra. Algengast var að tilkynnt var um þjófnað, akstur án réttinda, eignaspjöll, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum ávana-, fíkniefna eða lyfja, minniháttar líkamsárás, og vörslu og meðferð fíkniefna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum ríkislögreglustjóra um brot um helgar á sumarmánuðum. Í skýrslunni má finna upplýsingar um fjölda tilkynninga um brot til lögreglu um helgar í júní, júlí og ágúst. Eygló Harðardóttir verkefnastjóri afbrotavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra segir það mjög mikilvægan lið í þeirra starfi að taka út gögn sérstaklega um helgar. Það starf sem þau sinni verði að byggjast á tölfræði og gögnum og að því sé mikilvægt að geta fylgst með því hvort það sé breyting eða þróun á brotum og hvenær þau eigi sér stað. Gögnin hafi verið tekin út síðustu þrjú ár og miðað við niðurstöður hafi sem dæmi skilaboðunum verið breytt og aðaláhersla í ár í sumar í forvarnarátaki lögreglu verið lögð á skilaboðin „Góða skemmtun“ í stað þess að tala um að vera vakandi eins og var gert í fyrstu. Þolendur beri ekki ábyrgð Skilaboðin um að vera vakandi hafa verið gagnrýnd af femínistum vegna mögulegrar þolendaskammar sem getur fylgt þeim og segir Eygló að þess vegna hafi verið lögð meiri áhersla á skilaboð um góða skemmtun. „Þolendur bera ekki ábyrgð á þeim brotum sem þeir verða fyrir. Við tölum beint til mögulegra sakborninga og gerenda og til samfélagsins. Því allt samfélagið ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir ofbeldi.“ Fleiri tilkynningar um líkamsárásir Í skýrslunni er skoðuð þróun nokkurra brota eins og líkamsárása/-meiðinga, kynferðisbrota, innbrota, þjófnaða og eignaspjalla í ár samanborin við sama tímabil síðustu tvö ár þar á undan. Sjá má að tilkynningar um þjófnað voru færri um helgar í ár en síðustu tvö ár. Þá voru innbrot um helgar fjórðungi færri en í fyrra. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um líkamsárásir og -meiðingar um níu prósent frá því í fyrra sumar og eignaspjöll um 18 prósent. Þróun brota um helgar síðustu þrjú árin. Mynd/Ríkislögreglustjóri Þá var tilkynnt um færri kynferðisbrot en síðustu tvö ár en 44 tilkynningar bárust lögreglu á þessu tímabili í samanburði við um 70 tilkynnt brot síðustu tvö ár á undan. Fyrirvari er þó settur á þá tölu sem er fyrir sumarið í ár því þróun síðustu ára er þannig að helmingur kynferðisbrota er tilkynnt meira en þremur vikum eftir að brot á sér stað, og þriðjungur allt að hálfu ári seinna. Fólk beðið að fylgjast með heimilum sínum Eygló segir að í takt við þessar tölur hafi verið lögð meira áherslu á allskyns ofbeldi í sumar í forvörnum lögreglunnar því að í gögnunum megi sjá fleiri tilkynningar um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. „Það var líka lögð áhersla á innbrotin. Það eru margir í fríi á sumrin og fleiri ábendingar um innbrot. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur. Samtalan í skýrslunni á við um heimili, vinnustaði og bíla en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði áherslu á það í sumar að benda fólki á að fylgjast betur með heimilum sínum.“ Hún segir margt í tölunum farið að minna á það sem var þekkt fyrir heimsfaraldur Covid en veruleg fækkun var á brotum um sumartíma á meðan faraldri stóð. Aðallega vegna þess að stórir viðburðir fóru ekki fram. „Það er í því samhengi kannski betra að bera saman við 2017 og 2018.“ En eru það ekki vonbrigði, að þetta sé mögulega að fara í sama horf? „Það þýðir að við þurfum að halda áfram. Við viljum að öll mál séu tilkynnt en líka fækka brotum eins og hægt er. Þess vegna tölum við beint við mögulega sakborninga og samfélagið allt. Við þurfum öll að koma í veg fyrir frekari brot saman.“ Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Heildarfjöldi tilkynntra brota til lögreglu um helgar í sumar voru 4.864 eða 5 prósent færri en í fyrra. Algengast var að tilkynnt var um þjófnað, akstur án réttinda, eignaspjöll, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum ávana-, fíkniefna eða lyfja, minniháttar líkamsárás, og vörslu og meðferð fíkniefna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum ríkislögreglustjóra um brot um helgar á sumarmánuðum. Í skýrslunni má finna upplýsingar um fjölda tilkynninga um brot til lögreglu um helgar í júní, júlí og ágúst. Eygló Harðardóttir verkefnastjóri afbrotavarna hjá embætti ríkislögreglustjóra segir það mjög mikilvægan lið í þeirra starfi að taka út gögn sérstaklega um helgar. Það starf sem þau sinni verði að byggjast á tölfræði og gögnum og að því sé mikilvægt að geta fylgst með því hvort það sé breyting eða þróun á brotum og hvenær þau eigi sér stað. Gögnin hafi verið tekin út síðustu þrjú ár og miðað við niðurstöður hafi sem dæmi skilaboðunum verið breytt og aðaláhersla í ár í sumar í forvarnarátaki lögreglu verið lögð á skilaboðin „Góða skemmtun“ í stað þess að tala um að vera vakandi eins og var gert í fyrstu. Þolendur beri ekki ábyrgð Skilaboðin um að vera vakandi hafa verið gagnrýnd af femínistum vegna mögulegrar þolendaskammar sem getur fylgt þeim og segir Eygló að þess vegna hafi verið lögð meiri áhersla á skilaboð um góða skemmtun. „Þolendur bera ekki ábyrgð á þeim brotum sem þeir verða fyrir. Við tölum beint til mögulegra sakborninga og gerenda og til samfélagsins. Því allt samfélagið ber ábyrgð á því að koma í veg fyrir ofbeldi.“ Fleiri tilkynningar um líkamsárásir Í skýrslunni er skoðuð þróun nokkurra brota eins og líkamsárása/-meiðinga, kynferðisbrota, innbrota, þjófnaða og eignaspjalla í ár samanborin við sama tímabil síðustu tvö ár þar á undan. Sjá má að tilkynningar um þjófnað voru færri um helgar í ár en síðustu tvö ár. Þá voru innbrot um helgar fjórðungi færri en í fyrra. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um líkamsárásir og -meiðingar um níu prósent frá því í fyrra sumar og eignaspjöll um 18 prósent. Þróun brota um helgar síðustu þrjú árin. Mynd/Ríkislögreglustjóri Þá var tilkynnt um færri kynferðisbrot en síðustu tvö ár en 44 tilkynningar bárust lögreglu á þessu tímabili í samanburði við um 70 tilkynnt brot síðustu tvö ár á undan. Fyrirvari er þó settur á þá tölu sem er fyrir sumarið í ár því þróun síðustu ára er þannig að helmingur kynferðisbrota er tilkynnt meira en þremur vikum eftir að brot á sér stað, og þriðjungur allt að hálfu ári seinna. Fólk beðið að fylgjast með heimilum sínum Eygló segir að í takt við þessar tölur hafi verið lögð meira áherslu á allskyns ofbeldi í sumar í forvörnum lögreglunnar því að í gögnunum megi sjá fleiri tilkynningar um líkamsárásir, líkamsmeiðingar og útköll sérsveita. „Það var líka lögð áhersla á innbrotin. Það eru margir í fríi á sumrin og fleiri ábendingar um innbrot. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur. Samtalan í skýrslunni á við um heimili, vinnustaði og bíla en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði áherslu á það í sumar að benda fólki á að fylgjast betur með heimilum sínum.“ Hún segir margt í tölunum farið að minna á það sem var þekkt fyrir heimsfaraldur Covid en veruleg fækkun var á brotum um sumartíma á meðan faraldri stóð. Aðallega vegna þess að stórir viðburðir fóru ekki fram. „Það er í því samhengi kannski betra að bera saman við 2017 og 2018.“ En eru það ekki vonbrigði, að þetta sé mögulega að fara í sama horf? „Það þýðir að við þurfum að halda áfram. Við viljum að öll mál séu tilkynnt en líka fækka brotum eins og hægt er. Þess vegna tölum við beint við mögulega sakborninga og samfélagið allt. Við þurfum öll að koma í veg fyrir frekari brot saman.“
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira