„Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 23:42 Halla Helgadóttir er íbúi í hverfinu og segir hugmyndir sendiráðsins fjarstæðukenndar. Vísir/Einar Nágrannar sendiherrabústaðar Bandaríkjanna við Sólvallagötu eru uggandi yfir hugmyndum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir við bústaðinn. Íbúi í hverfinu segir hugmyndirnar fráleitar. Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins. Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira
Bandaríska sendiráðið hefur sent inn beiðni um leyfi til Reykjavíkurborgar til að ráðast í ýmsar breytingar á húsnæði sínu við Sólvallagötu 14. Þau hyggjast meðal annars ráðast í framkvæmdir á innra skipulagi hússins auk þess að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs hússins. Íbúar hverfisins virðast þó einna helst uggandi yfir áætlunum sendiráðsins um að stórefla öryggisvarnir hússins með því að reisa tæplega tveggja metra háa rimlagirðingu úr stáli auk þess að setja vakthús við suðvesturhorn hússins fyrir öryggisgæslu. „Mér finnst þessar hugmyndir um að setja háar girðingar og varðmann í byggingu sem er svona áberandi eins og þessi bara mjög ámælisvert,“ segir Halla Helgadóttir íbúi í hverfinu. Hverfið sé friðsælt íbúðahverfi þar sem börn séu á leik og fjölskyldur búi og telji sig vera fullkomlega öruggar. „Mér finnst þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ segir Halla um hugmyndirnar. Það að þörf sé á slíkum öryggisvörnum sé ákveðin ógn við hverfið. „Ef að fólk eins og sendiherra telur sér ógnað þá finnst mér bara kurteisislegt og rétt að það finni sér húsnæði sem er einhvers staðar í jaðri þar sem fólk sér ekki þessar varnir sem viðkomandi telur sig þurfa að hafa. Ég meina forseti Íslands er með skrifstofu hérna rétt hjá en ekki eru neinar varnir það og engar á Bessastöðum. Það er engin hefð fyrir neinu svona hér,“ segir Halla jafnframt. Íbúar hverfisins séu mótfallnir hugmyndunum og að það yrði áfall ef leyfi fyrir framkvæmdunum yrði veitt. Samkvæmt skriflegum svörum Reykjavíkurborgar sendi sendiráðið borginni fyrirspurn og teikningar vegna fyrirhugaðra breytinga í tvígang í fyrra. Í fyrstu hafnaði borgin sendiráðinu og í það síðara var niðurstaða skipulagsfulltrúa sú að vegna sérstakra aðstæðna yrði ekki gert skipulagsleg athugasemd við að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn um girðingu, vakthús og viðbyggingu þegar eða ef hún bærist. Nýjasta beiðni sendiráðsins verður tekin fyrir á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa á morgun og vísað til verkefnastjóra til frekari skoðunar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um grenndarkynningu vegna málsins.
Bandaríkin Reykjavík Öryggis- og varnarmál Sendiráð á Íslandi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Sjá meira