Biðin loks á enda: Fyrsti leikur Arons með FH í 5.293 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2023 14:01 Aron Pálmarsson í leik með FH tímabilið 2008-09. fh Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, leikur í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir FH í fjórtán ár. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons í íslenska boltann. Skömmu fyrir jól í fyrra var greint frá því að hann myndi snúa aftur heim til FH fyrir þetta tímabil. Aron átti glæsilegan feril í atvinnumennsku með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg. Hann vann titla með öllum liðunum, þar á meðal Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hafnfirðingurinn er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar. Aron er nú fluttur aftur heim í Hafnarfjörðinn og spennan fyrir fyrsta leik hans í treyju FH hefur aukist jafnt og þétt. Víst er að margir FH-ingar og handboltaáhugafólk hefur merkt við 7. september 2023 á dagatalinu en þá tekur FH á móti Aftureldingu í 1. umferð Olís-deildarinnar. Sá dagur er nú runninn upp og Aron spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009, eða í fjórtán og hálft ár, nánar tiltekið 5.293 daga. Þann 12. mars 2009 tapaði FH fyrir Val í Kaplakrika, 27-32. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur í liði FH á eftir Bjarna Fritzsyni sem skoraði níu mörk. Auk Arons eru tveir leikmenn sem léku með FH í leiknum í herbúðum liðsins í dag; markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson, sem sneri heim í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku, og Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið samfleytt með FH síðan 2008, ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð. Ásbjörn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Val, líkt og Sigursteinn Arndal, núverandi þjálfari FH. Leikmenn FH í leiknum gegn Val 12. mars 2009.hsí Tímabilið 2008-09 var eina tímabil Arons í efstu deild áður en hann hélt utan. Hann skoraði 115 mörk í sextán leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaður hennar. FH endaði í 5. sæti deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. FH mun gera talsvert betur í vetur, allavega ef marka má spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. FH-ingum er nefnilega spáð sigri í henni. Leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla FH Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu Arons í íslenska boltann. Skömmu fyrir jól í fyrra var greint frá því að hann myndi snúa aftur heim til FH fyrir þetta tímabil. Aron átti glæsilegan feril í atvinnumennsku með Kiel, Veszprém, Barcelona og Álaborg. Hann vann titla með öllum liðunum, þar á meðal Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hafnfirðingurinn er einn sigursælasti handboltamaður sögunnar. Aron er nú fluttur aftur heim í Hafnarfjörðinn og spennan fyrir fyrsta leik hans í treyju FH hefur aukist jafnt og þétt. Víst er að margir FH-ingar og handboltaáhugafólk hefur merkt við 7. september 2023 á dagatalinu en þá tekur FH á móti Aftureldingu í 1. umferð Olís-deildarinnar. Sá dagur er nú runninn upp og Aron spilar í kvöld sinn fyrsta leik fyrir FH síðan 12. mars 2009, eða í fjórtán og hálft ár, nánar tiltekið 5.293 daga. Þann 12. mars 2009 tapaði FH fyrir Val í Kaplakrika, 27-32. Aron skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur í liði FH á eftir Bjarna Fritzsyni sem skoraði níu mörk. Auk Arons eru tveir leikmenn sem léku með FH í leiknum í herbúðum liðsins í dag; markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson, sem sneri heim í sumar eftir dvöl í atvinnumennsku, og Ásbjörn Friðriksson sem hefur leikið samfleytt með FH síðan 2008, ef frá er talið eitt tímabil í Svíþjóð. Ásbjörn skoraði tvö mörk í leiknum gegn Val, líkt og Sigursteinn Arndal, núverandi þjálfari FH. Leikmenn FH í leiknum gegn Val 12. mars 2009.hsí Tímabilið 2008-09 var eina tímabil Arons í efstu deild áður en hann hélt utan. Hann skoraði 115 mörk í sextán leikjum og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og besti sóknarmaður hennar. FH endaði í 5. sæti deildarinnar og komst ekki í úrslitakeppnina. FH mun gera talsvert betur í vetur, allavega ef marka má spá forráðamanna liðanna í Olís-deildinni. FH-ingum er nefnilega spáð sigri í henni. Leikur FH og Aftureldingar hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla FH Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Sjá meira