„Strákar, vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?" Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 23:30 Kári Árnason fór yfir varnarleik Íslands gegn Lúxemborg. Vísir Kári Árnason fór yfir varnarleik íslenska liðsins eftir tapið gegn Lúxemborg í undankeppni EM. Hann sagði að honum hefði fundist liðið taka skref í síðasta glugga en í gær hefði spilamennskan verið döpur. Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
Íslenska landsliðið átti slæman dag þegar það mætti Lúxemborg ytra í undankeppni EM. Ísland tapaði 3-1 og eftir leik hafa leikmenn liðsins fengið gagnrýni fyrir slaka frammistöðu. Fyrrum landsliðsmennirnir Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fóru yfir leikinn að honum loknum á Stöð 2 Sport ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni. Þar fór Kári vel yfir varnarleik íslenska liðsins. „Manni fannst við vera að taka einhver skref fram á við í síðasta glugga þó úrslitin hafi ekki verið nægilega góð. Það voru frábærar fyrstu 45 mínúturnar á móti Slóvakíu og fínn leikur á móti Portúgal þannig lagað. Síðan fáum við þetta í andlitið. Þetta var bara dapurt, menn verða að horfast í augu við það.“ Kári sagði að heildarvarnarleikur liðsins hefði ekki verið nægilega góður í leiknum. „Auðvitað eru einstaklingsmistök innan varnarlínunnar í þessum leik en þetta snýst líka um heildarvarnarleik liðsins. Það var allt of létt að spila í gegnum pressuna í fyrri hálfleik. Þeir þræddu bara miðjuna og það var oft sem var bjargað á síðustu stundu áður en það skapaðist færi.“ Í fyrsta marki liðsins var Hörður Björgvin Magnússon hikandi þegar Lúxemborg sendi langan bolta innfyrir. Rúnar Alex Rúnarsson markvörður kom út úr markin og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. „Hérna er einhver skrýtin færsla sem er að eiga sér stað. Svo kemur djúpt hlaup og ég veit ekki alveg hvað hann Höddi er að gera. Hann snýr sér í nokkra hringi,“ sagði Kári og fór svo í kjölfarið yfir í færslur í varnarleik Íslands. „Þessar færslur segja manni svolítið: Strákar vitið þið hvað þið eruð að gera þarna?“ Alla umræðu þeirra Kára, Lárusar Orra og Kjartans Atla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kári Árnason um varnarleik Íslands
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira