Raungengi krónu miðað við laun hækkaði um tíu prósent á hálfu ári
![Raungengi íslensku krónunnar á mælikvarða launa hefur hækkað um tæplega tíu prósent frá áramótum til loka júní. Gengi krónunnar hefur aðeins styrkst á árinu og laun hafa hækkað meira hér en í viðskiptalöndum.](https://www.visir.is/i/247021B128F0C4BCFDB2306ED52515576CAC146E351ADF5C5C96273CC65D771E_713x0.jpg)
Árstíðarleiðrétt er raungengi krónunnar á mælikvarða launakostnaðar um 30 prósent yfir langtímameðaltali. „Það segir okkur að í samhengi við verðmætasköpun og okkar viðskiptalönd séu laun 30 prósent hærri en sögulega séð,“ segir hagfræðingur hjá Arion banka.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/E2D2CA2BAA50613CA5A2D312CFD1B429679655613EDBB75AC9E55867A45C1F3E_308x200.jpg)
Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni
Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins.
![](https://www.visir.is/i/C8A9A489B074973F086CC9072F1774AC7A0CD76A214B2839F8D34FEF158C1824_308x200.jpg)
Hagvöxtur yrði sá minnsti síðan 2002 gangi kröfur verkalýðsforkólfa eftir
Verðbólga gæti orðið þrálátari og efnahagsbatinn hægari hækki laun mun meira en gert er ráð fyrir í grunnspá Seðlabankans. Hann spáir sex prósenta hækkun á næsta ári. Semji verkalýðsfélögin með það fyrir augum að endurheimta sambærilegt raunlaunastig og var í upphafi ársins, eins og forystufólk verkalýðsfélaga hefur gefið til kynna, yrði hagvöxtur sá minnsti hér á landi síðan árið 2002 ef frá eru talin samdráttarárin í kjölfar fjármálakreppunnar og heimsfaraldursins.