Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 16. september 2023 17:00 Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Fréttir af flugi Norðurþing Byggðamál Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert. Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám. Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings. Beint flug er afar mikilvægt fyrir íbúa svæðisins og atvinnurekstur. Það varðar framtíðaruppbyggingu og viðgang þeirrar umfangsmiklu og mikilvægu starfsemi sem þegar hefur verið byggð upp. Fjöldi fólks þarf að komast regluleg til Reykjavíkur m.a. til að leita sér meðferðar við sjúkdómum og annarrar læknisþjónustu (sem markvisst hefur verið þjappað saman í höfuðborgini). Þekkt er að samgöngur eru eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki líta til við mat á því hvar gott sé að starfa. Það sama á við um einstaklinga þegar þeir taka ákvörðun um hvar þeir vilji búa. Ef flug til Húsavíkur og nágrannabyggða leggst af mun það þó ekki aðeins hafa verulega neikvæð áhrif fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu. Það mun einnig hafa mikil og neikvæð efnahagsleg áhrif fyrir Ísland og fyrir ríkissjóð. Þegar skorið er á samgöngur er geta samfélagsins til að nýta kosti sína, byggja upp og auka verðmætasköpun skert. Byggðin fer úr arðbærri sókn í dýra vörn. Það felur í sér aukinn kostnað fyrir ríkið sem þá þarf í meira mæli að styðja við samfélagið í stað þess að njóta tekna af uppbyggingu og verðmætasköpun. Skortur á heildarsýn hefur lengi verið vandamál í svo kölluðum byggðamálum og afleiðingin er dýr vörn fremur en skapandi sókn. Þess vegna hefur Miðflokkurinn frá upphafi talað fyrir leið sem við köllum „Ísland allt”. Þar sem litið er á heildaráhrif og langtímaáhrif. Þegar landið allt virkar sem ein heild gagnast það þjóðinni allri. Vonandi verður einhvern tímann hægt að nálgast málin á þann hátt en í millitíðinni þarf að koma í veg fyrir frekara tjón. Það er miklu dýrara að bæta tjón en að koma í veg fyrir það. Fyrir brotabrotabrot af því sem ríkið áformar að setja í svo kallaða Borgarlínu til að þrengja að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu mætti viðhalda flugsamgöngum við Norðausturland og koma í veg fyrir mikið tjón. Stefan Guðmundsson, atvinnurekandi á Húsavík, setur málið í samhengi við ferðakostnað ríkisins og nefnir að fyrir 3% þess kostnaðar á einu ári mætti bjarga flugi til Húsavíkur. Viðskiptavinir greiði svo að fullu fyrir flugið [og skatta af því]. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur, bendir á að flug til Húsavíkur sé þjóðhagslega hagkvæmt og vísar í skýrslu Innanríkisráðuneytisins. Þá stendur eftir spurningin: Munu ráðherrann og ríkisstjórnin líta fram hjá eigin skýrslu og leyfa flugi til Húsavíkur að leggjast af? Mun ríkisstjórn, sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum og fengið furðulítið fyrir, halda áfram að spara aurinn og kasta krónunni? Slíkt skapar ný vandamál og veldur miklu tjóni til lengri- og skemmri tíma. Eða setur hún brot af því sem hefur verið sett í stundum óæskileg og dýr áform í réttmæta og hagkvæma björgun flugs til Húsavíkur? Höfundur er formaður Miðflokksins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar