„Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2023 19:00 Arnar Gunnlaugsson með bikarinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann KA 3-1 í úrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingur hefur unnið bikarinn fjögur skipti í röð og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var afar ánægður með afrekið. „Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum. Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira
„Þetta var geggjað. Þetta er ótrúlegur hópur og ótrúlegur sigur við erfiðar aðstæður. Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi en við sýndum hjarta og það eru mörk í okkar liði. Við gerðum síðan það sem við höfum gert í allt sumar sem er að verjast vel og nýta skyndisóknirnar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir leik. Veðrið setti strik í reikninginn og aðstæðurnar voru erfiðar. Arnar var ánægður með hörkuna sem Víkingur sýndi. „KA barðist eins og ljón og við tókum vel á móti þeim. Þetta var ekki besti fótboltaleikur í heimi en ég vil meina að hann hafi verið skemmtilegur þar sem það voru læti, mistök og óvænt atvik. Það færðu í svona veðri og aðstæðum en á endanum fannst mér við eiga sigurinn skilið.“ Leikurinn bauð upp á mörg umdeild atvik og vafasöm mörk. Að mati Arnars átti Víkingur ekki að fá aukaspyrnu sem endaði með marki. „Fyrir mér var þetta frábær tækling hjá leikmanni KA en ekki aukaspyrna. Það átti mikið eftir að gerast og við skoruðum gott mark úr aukaspyrnu svo má deila um hvort mark KA hefði átt að standa. Svona er þetta þegar allt er undir og þá koma mistök.“ Arnar var ánægður með hvernig Víkingur nýtti föst leikatriði sem skilaði tveimur af þremur mörkum. „Við höfum lagt mikla áherslu á það í sumar að vera góðir í öllum þáttum leiksins. Það hefur verið lykilinn að vera með góð föst leikatriði og þetta eru yfirleitt 25-30 prósent af mörkum liða. Við æfum þetta mjög vel og Sölvi Geir er algjör snillingur í sínu fagi og þetta skilar sér í svona titlum.“ Aðspurður hvaða þýðingu það hefði fyrir Arnar að vera kominn með fimm titla fyrir Víking sagði Arnar að það væri algjört rugl. „Það er algjört rugl og ég meina það innilega. Ég var mjög ánægður með að hafa unnið bikarinn árið 2019. Hópurinn svarar svo vel á hverju ári og síðan koma nýjir leikmenn inn og við höldum alltaf áfram. Ég vil aldrei vakna úr þessu ævintýri.“ Víkingur er í efsta sæti Bestu-deildarinnar með 14 stiga forskot fyrir síðustu fimm leikina. Arnar hafði ekki áhyggjur af því að menn færu að slaka á. „Það er nóg af metum sem á eftir að bæta og sjá til þess að mögulega verði aldrei slegið stigamet og þess háttar. Fyrir svona hóp er nóg eftir en auðvitað er mannlegt eðli að gefa eftir. Fyrst ætlum við að tryggja okkur titilinn og síðan getum við rætt hvað menn fá langt frí,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum.
Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sjá meira