Sjáðu myndina: Áhrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 13:30 Viðar Örn Kjartansson fagnar marki með Maccabi Tel Aviv á sínum tíma Mynd: Maccabi Tel Aviv Ísland á sína tengingu við ísraelska fótboltaliðið Maccabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiðabliki í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson
Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira