Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 23:30 Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv ræddi við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis í Tel Aviv fyrr í dag fyrir komandi leik liðsins gegn Breiðabliki. Vísir/Skjáskot Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. „Ég býst auðvitað við erfiðum leik,“ segir Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv í samtali við Vísi. „Breiðablik gerði vel á síðasta tímabili og öll lið sem eru komin á þetta stig í Evrópukeppni hljóta að vera á góðu gæðastigi. Við höfum horft á upptökur frá mörgum leikjum Breiðabliks, þetta verður erfiður leikur en jafnframt leikur sem okkur hlakkar mikið til að spila.“ Klippa: Robbie Keane - Viðtal En hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir þennan leik, hvað þurfið þið að passa upp á í leik Breiðabliks? „Við getum bara undirbúið okkur upp að vissu marki með þeim upptökum sem við höfum geta skoðað Breiðablik af. Það hefði auðvitað verið mikið betra ef að ég og mitt teymi hefðum geta verið á leikjum Breiðabliks og stúderað þá út frá því en það var ekki mögulegt í þetta skipti.“ „Við höfum hins vegar greint leiki liðsins í þaula, teljum okkur vita hvar veikleikar þeirra sem og styrkleikar liggja. Fyrst og fremst þurfum við bara að einbeita okkur að okkar leik. Við vitum hvers við erum megnugir og erum hér á heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn og búumst við góðri stemningu á vellinum sem og góðum leik.“ Kæruleysi og vanmat ekki í boði Aðspurður um markmið Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni þetta árið vildi Keane ekki gefa mikið upp: „Ég horfi aðeins á næsta leik, bara næsta leik og hugsa ekki lengra en það. Það verður enginn auðveldur leikur í þessum riðli og ég held að allir óttist alla og að allir geti unnið alla. Einbeiting mín er öll á leik morgundagsins.“ Maccabi Tel Aviv kemur inn í þessa viðureign sem reynslumeira og stærra félagið á þessu sviði þurfið þið að passa ykkur á því að vanmeta ekki lið Breiðabliks? „Já og við munum gera leikmönnum það alveg ljóst að kæruleysi og vanmat er ekki í boði. Það er ekki í boði að horfa á stöðu liðanna með tilliti til sögunnar, við þurfum að einblína á það sem er fyrir framan okkur og það er morgundagurinn.“ Maccabi Tel Aviv hefur ekki verið í þessari keppni nýlega og því eru margir af mínum leikmönnum að fá fyrsta smjörþefinn af þessari keppni á morgun. Í enda dags eru þetta tvö lið með ellefu leikmenn og á rétta deginum geta allir unnið alla. Við þurfum að passa upp á að við séum réttu megin í leiknum á morgun.“ Gengið vel hingað til en eiga langan veg fyrir höndum Keane tók við þjálfarastöðunni hjá Maccabi Tel Aviv í júní fyrr á þessu ári og hefur gengið afar vel í starfi það sem af er. Maccabi hefur ekki tapað leik undir hans stjórn og er sem stendur á toppi ísraelsku úrvalsdeildarinnar. Sjálfur hefur Keane notið þessa stutta tíma hingað til hjá félaginu. „Reynsla mín af félaginu í heild sinni er mjög góð en ég hef verið það lengi í boltanum að ég veit að í enda dags er þetta bransi þar sem allt snýst um úrslitin sem þú nærð í inn á vellinum. Leikmennirnir hafa trú á minni hugmyndafræði, hafa farið eftir því sem ég bið þá um að gera. Svo snýst þetta um að sýna stöðugleika, við eigum langan veg fyrir höndum til þess að ná því markmiði sem ég hef sett mér með þetta lið en ég nýt mín hér.“ Breiðablik Ísrael Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. „Ég býst auðvitað við erfiðum leik,“ segir Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv í samtali við Vísi. „Breiðablik gerði vel á síðasta tímabili og öll lið sem eru komin á þetta stig í Evrópukeppni hljóta að vera á góðu gæðastigi. Við höfum horft á upptökur frá mörgum leikjum Breiðabliks, þetta verður erfiður leikur en jafnframt leikur sem okkur hlakkar mikið til að spila.“ Klippa: Robbie Keane - Viðtal En hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir þennan leik, hvað þurfið þið að passa upp á í leik Breiðabliks? „Við getum bara undirbúið okkur upp að vissu marki með þeim upptökum sem við höfum geta skoðað Breiðablik af. Það hefði auðvitað verið mikið betra ef að ég og mitt teymi hefðum geta verið á leikjum Breiðabliks og stúderað þá út frá því en það var ekki mögulegt í þetta skipti.“ „Við höfum hins vegar greint leiki liðsins í þaula, teljum okkur vita hvar veikleikar þeirra sem og styrkleikar liggja. Fyrst og fremst þurfum við bara að einbeita okkur að okkar leik. Við vitum hvers við erum megnugir og erum hér á heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn og búumst við góðri stemningu á vellinum sem og góðum leik.“ Kæruleysi og vanmat ekki í boði Aðspurður um markmið Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni þetta árið vildi Keane ekki gefa mikið upp: „Ég horfi aðeins á næsta leik, bara næsta leik og hugsa ekki lengra en það. Það verður enginn auðveldur leikur í þessum riðli og ég held að allir óttist alla og að allir geti unnið alla. Einbeiting mín er öll á leik morgundagsins.“ Maccabi Tel Aviv kemur inn í þessa viðureign sem reynslumeira og stærra félagið á þessu sviði þurfið þið að passa ykkur á því að vanmeta ekki lið Breiðabliks? „Já og við munum gera leikmönnum það alveg ljóst að kæruleysi og vanmat er ekki í boði. Það er ekki í boði að horfa á stöðu liðanna með tilliti til sögunnar, við þurfum að einblína á það sem er fyrir framan okkur og það er morgundagurinn.“ Maccabi Tel Aviv hefur ekki verið í þessari keppni nýlega og því eru margir af mínum leikmönnum að fá fyrsta smjörþefinn af þessari keppni á morgun. Í enda dags eru þetta tvö lið með ellefu leikmenn og á rétta deginum geta allir unnið alla. Við þurfum að passa upp á að við séum réttu megin í leiknum á morgun.“ Gengið vel hingað til en eiga langan veg fyrir höndum Keane tók við þjálfarastöðunni hjá Maccabi Tel Aviv í júní fyrr á þessu ári og hefur gengið afar vel í starfi það sem af er. Maccabi hefur ekki tapað leik undir hans stjórn og er sem stendur á toppi ísraelsku úrvalsdeildarinnar. Sjálfur hefur Keane notið þessa stutta tíma hingað til hjá félaginu. „Reynsla mín af félaginu í heild sinni er mjög góð en ég hef verið það lengi í boltanum að ég veit að í enda dags er þetta bransi þar sem allt snýst um úrslitin sem þú nærð í inn á vellinum. Leikmennirnir hafa trú á minni hugmyndafræði, hafa farið eftir því sem ég bið þá um að gera. Svo snýst þetta um að sýna stöðugleika, við eigum langan veg fyrir höndum til þess að ná því markmiði sem ég hef sett mér með þetta lið en ég nýt mín hér.“
Breiðablik Ísrael Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira