„Búið að vera æðislegt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2023 14:30 Vinstri bakvörðurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur leikið vel með Stjörnunni í sumar. vísir/arnar Stjörnukonan Sædís Rún Heiðarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland tekur á móti Wales í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Sædís er annar tveggja nýliða í íslenska hópnum ásamt markverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur. „Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Sjá meira
„Þetta er búið að vera æðislegt. Það er virkilega skemmtilegt að vera hérna og stelpurnar hafa tekið mjög vel á móti mér,“ sagði Sædís fyrir landsliðsæfingu á þriðjudaginn, aðspurð hvernig fyrstu kynni af A-landsliðinu hefðu verið. Sædísi líst vel á leikina sem framundan eru í Þjóðadeildinni. Ísland mætir Wales í kvöld og Þýskalandi á mánudaginn. „Þetta eru virkilega sterkir andstæðingar en við erum líka með sterkan hóp. Við förum inn í alla leiki til að sækja þrjú stig,“ sagði Sædís. En gerir hún sér vonir um að fá tækifæri í leikjunum sem framundan eru? „Það er undir Steina [Þorsteini Halldórssyni landsliðsþjálfara] komið. Ég tek bara því hlutverki sem ég fæ og reyni að skila því eins vel af mér og ég get,“ svaraði Sædís. Hún var fyrirliði U-19 ára landsliðsins sem tók þátt á EM í sumar. Sú reynsla kemur að góðum notum þegar ofar í fótboltakeðjuna er komið. „Það mun klárlega hjálpa hér og ég reyni að nýta mér þá reynslu sem ég hef,“ sagði Sædís. Hún segist mátulega sátt við tímabilið hingað til hjá Stjörnunni. Liðið er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 35 stig, tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem er í 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Við byrjuðum ekkert alltof vel en náðum að koma okkur í gang og sem er mjög mikilvægt. Ég er ágætlega sátt. Við eigum enn bullandi séns á að ná Evrópusæti. Það er nóg eftir af þessu móti og við þurfum bara að klára okkar leiki og vona það besta,“ sagði Sædís að lokum. Leikur Íslands og Wales hefst klukkan 18:00 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Sjá meira