Hundurinn sem beið eiganda síns í 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2023 14:00 Styttan af Hachiko fyrir utan lestarstöðina í Shibuya í Tókýó. flickr Japanir halda upp á 100 ára afmæli frægasta hunds þjóðarinnar í ár, en allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur stytta af hundinum Hachiko staðið fyrir utan lestarstöð í Tókýó. Fylgdi eiganda sínum frá fyrsta degi Hachiko fæddist fæddist fyrir 100 árum í Odate, en var fljótlega sendur með lest rúmlega 600 km leið sem gjöf til Hidesaburo Ueno, prófessors í landbúnaðarfræðum við háskólann í Tókýó. Sagan segir að frá fyrsta degi hafi Hachiko fylgt eiganda sínum til lestarstöðvarinnar þegar prófessorinn hélt til vinnu. Hundurinn rölti síðan heim en var svo mættur síðdegis til að taka á móti eiganda sínum. Beið eiganda síns á hverjum degi á sama stað Í maí 1925, þegar Hachiko var 2ja ára, fékk prófessor Ueno heilablóðfall í háskólanum og lést. Hachiko kom á lestarstöðina þann dag til að taka á móti eiganda sínum og hann hélt áfram að mæta á lestarstöðina hvern einasta dag upp frá því þar til hann sjálfur gaf upp öndina 10 árum síðar. Í byrjun varð Hachiko fyrir aðkasti, fólk taldi hann vera flækingshund og veittist að honum. Árið 1932 fjallaði dagblað í Tókýó um trúmennsku Hachiko og upp úr því fór almenningur að gefa honum að borða eða senda peninga á lestarstöðina svo hægt væri að veita Hachiko gott atlæti. Styttur reistar af Hachiko Árið 1934 var reist stytta af Hachiko við lestarstöðina, hún var síðar brædd og notuð til hergagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1948 var önnur stytta reist af Hachiko sem enn stendur á sínum stað. Goðsögn og kennsluefni í grunnskólanum Hachiko er í dag goðsögn í Japan. Hann er talinn hafa verið prýddur öllu því sem einkennir fyrirmyndarborgarann í Japan, ódrepandi tryggð og trúmennsku og öll japönsk börn læra um Hachiko í skólanum. Hachiko er afar sýnilegur í japönsku þjóðlífi og menningu; tugir bóka og teiknimyndasería hafa verið skrifaðar um hann, sjónvarpsþættir og hann hefur einnig verið gerður ódauðlegur í að minnsta kosti þremur kvikmyndum, Lost in Translation (2003), Babel (2006) og myndin Hachi: A Dog‘s Tale frá árinu 2009, með Richard Gere í aðalhlutverki byggir á ævi Hachiko. Hann er til á lyklakippum, smákökur, sósur, líkjörar og súkkulaði hafa verið nefnd eftir honum svo fátt eitt sé nefnt. Aldarafmælis verður minnst með margvíslegum hætti víða um Japan á haustmánuðum enda segir Eietsu Sakuraba, sem skrifað hefur bók um ævi Hachiko, í samtali við BBC að minning Hachiko muni lifa með japönsku þjóðinni um ókomna tíma. Japan Hundar Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Fylgdi eiganda sínum frá fyrsta degi Hachiko fæddist fæddist fyrir 100 árum í Odate, en var fljótlega sendur með lest rúmlega 600 km leið sem gjöf til Hidesaburo Ueno, prófessors í landbúnaðarfræðum við háskólann í Tókýó. Sagan segir að frá fyrsta degi hafi Hachiko fylgt eiganda sínum til lestarstöðvarinnar þegar prófessorinn hélt til vinnu. Hundurinn rölti síðan heim en var svo mættur síðdegis til að taka á móti eiganda sínum. Beið eiganda síns á hverjum degi á sama stað Í maí 1925, þegar Hachiko var 2ja ára, fékk prófessor Ueno heilablóðfall í háskólanum og lést. Hachiko kom á lestarstöðina þann dag til að taka á móti eiganda sínum og hann hélt áfram að mæta á lestarstöðina hvern einasta dag upp frá því þar til hann sjálfur gaf upp öndina 10 árum síðar. Í byrjun varð Hachiko fyrir aðkasti, fólk taldi hann vera flækingshund og veittist að honum. Árið 1932 fjallaði dagblað í Tókýó um trúmennsku Hachiko og upp úr því fór almenningur að gefa honum að borða eða senda peninga á lestarstöðina svo hægt væri að veita Hachiko gott atlæti. Styttur reistar af Hachiko Árið 1934 var reist stytta af Hachiko við lestarstöðina, hún var síðar brædd og notuð til hergagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1948 var önnur stytta reist af Hachiko sem enn stendur á sínum stað. Goðsögn og kennsluefni í grunnskólanum Hachiko er í dag goðsögn í Japan. Hann er talinn hafa verið prýddur öllu því sem einkennir fyrirmyndarborgarann í Japan, ódrepandi tryggð og trúmennsku og öll japönsk börn læra um Hachiko í skólanum. Hachiko er afar sýnilegur í japönsku þjóðlífi og menningu; tugir bóka og teiknimyndasería hafa verið skrifaðar um hann, sjónvarpsþættir og hann hefur einnig verið gerður ódauðlegur í að minnsta kosti þremur kvikmyndum, Lost in Translation (2003), Babel (2006) og myndin Hachi: A Dog‘s Tale frá árinu 2009, með Richard Gere í aðalhlutverki byggir á ævi Hachiko. Hann er til á lyklakippum, smákökur, sósur, líkjörar og súkkulaði hafa verið nefnd eftir honum svo fátt eitt sé nefnt. Aldarafmælis verður minnst með margvíslegum hætti víða um Japan á haustmánuðum enda segir Eietsu Sakuraba, sem skrifað hefur bók um ævi Hachiko, í samtali við BBC að minning Hachiko muni lifa með japönsku þjóðinni um ókomna tíma.
Japan Hundar Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira