Lilja Hrönn kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:34 Lilja Hrönn var kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks í dag. Aðsent Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár. Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson. Samfylkingin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson.
Samfylkingin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira