Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Tómas Guðbjartsson skrifar 25. september 2023 07:00 Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Lax Umhverfismál Tómas Guðbjartsson Fiskeldi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun