Tónlist

Kelly Clarkson kom götulistamanni á óvart

Samúel Karl Ólason skrifar
Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart. Það tók þá síðarnefndu nokkurn tíma að átta sig á hver væri að syngja með sér.
Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart. Það tók þá síðarnefndu nokkurn tíma að átta sig á hver væri að syngja með sér. Skjáskot og AP

Tónlistarkonan Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart á dögunum. Clarkson var að eigin sögn að setja pening í fötu listakonunnar sem söng lög eftir Tinu Turner af mikilli ástríðu.

Clarkson, sem sigraði fyrstu American Idol keppnina árið 2002, var þá á leið í hljóðprufur fyrir tónleika í borginni. Listakonan rétti Clarkson hljóðnemann en Clarkson segir að konan hafi ekki haft hugmynd um hver hún væri.

„Síðan fattaði hún það,“ skrifaði Clarkson við myndband af atvikinu sem hún birti á samfélagsmiðlum. Clarkson segir konuna vera heljarinnar söngvara og veita heimsins bestu faðmlög.

Myndbandið sýnir Clarkson taka lagið What‘s Love Got to Do With It eftir Tinu Turner. Það sýnir einnig augnablikið þegar konan áttaði sig á því hver Clarkson væri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.