„Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 13:00 Þorvaldur Þórðarson er einn helsti eldfjallafræðingur landsins. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
„Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23