Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2023 07:36 McCarthy og Gaetz hafa skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. Hreinn meirihluti dugir til að fjarlægja þingforsetann en Repúblikanar eiga 221 sæti í deildinni og Demókratar 212. Fáir Repúblikanar hafa lýst yfir stuðningi við framgöngu Gaetz og því afar ólíklegt að tillagan nái fram að ganga. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Gaetz hefur sakað McCarthy um að hafa samið við Demókrata um að koma fjárstuðningi við Úkraínu í gegnum þingið seinna gegn stuðningi við fjárlagafrumvarpið um helgina. McCarthy hefur neitað ásökununum. Just did. https://t.co/zdQk3GblbV— Matt Gaetz (@mattgaetz) October 2, 2023 Gaetz sagði tvennt myndu gerast næstu daga; annað hvort yrði McCarthy ekki lengur forseti fulltrúadeildarinnar eða hann yrði forseti fulltrúadeildarinnar undir hæl Demókrata. Báðar niðurstöður væru Gaetz þóknanlegar, þar sem hann vildi aðeins að Bandaríkjamenn vissu hver stjórnaði þeim. Alexandra Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, segir koma til greina að styðja McCarthy að gefnum ákveðnum skilyrðum. Vinsældir hans eru þó takmarkaðar meðal Demókrata, ekki síst vegna ákvörðunar hans um að samþykkja rannsókn á hendur forsetanum, Joe Biden. Ef hann tapaði embættinu tekur við efsti maður á lista sem þingforseta ber að hafa til reiðu en hefur ekki verið gerður opinber. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Hreinn meirihluti dugir til að fjarlægja þingforsetann en Repúblikanar eiga 221 sæti í deildinni og Demókratar 212. Fáir Repúblikanar hafa lýst yfir stuðningi við framgöngu Gaetz og því afar ólíklegt að tillagan nái fram að ganga. Tillögur um að fjarlægja forsetann hafa aðeins tvisvar áður verið lagðar fram og voru felldar í báðum tilvikum. John Boehner stóð af sér atlögu árið 2015 en fyrsta tillagan var lögð fram árið 1910. Gaetz hefur sakað McCarthy um að hafa samið við Demókrata um að koma fjárstuðningi við Úkraínu í gegnum þingið seinna gegn stuðningi við fjárlagafrumvarpið um helgina. McCarthy hefur neitað ásökununum. Just did. https://t.co/zdQk3GblbV— Matt Gaetz (@mattgaetz) October 2, 2023 Gaetz sagði tvennt myndu gerast næstu daga; annað hvort yrði McCarthy ekki lengur forseti fulltrúadeildarinnar eða hann yrði forseti fulltrúadeildarinnar undir hæl Demókrata. Báðar niðurstöður væru Gaetz þóknanlegar, þar sem hann vildi aðeins að Bandaríkjamenn vissu hver stjórnaði þeim. Alexandra Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, segir koma til greina að styðja McCarthy að gefnum ákveðnum skilyrðum. Vinsældir hans eru þó takmarkaðar meðal Demókrata, ekki síst vegna ákvörðunar hans um að samþykkja rannsókn á hendur forsetanum, Joe Biden. Ef hann tapaði embættinu tekur við efsti maður á lista sem þingforseta ber að hafa til reiðu en hefur ekki verið gerður opinber.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Bandarískir þingmenn samþykktu á síðustu stundu í nótt nýtt fjárlagafrumvarp til bráðabirgða og komu þannig í veg fyrir lokun opinberra stofnanna. Sú lokun átti formlega að hefjast á miðnætti í nótt, að staðartíma, og hefur verið frestað um 45 daga. Fjárlögin nýju gætu kostað forseta fulltrúadeildarinnar embættið. 1. október 2023 08:05
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04