Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. október 2023 12:15 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. „Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki. Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
„Vinnudagar kvenna af erlendum uppruna eru lengri og óreglulegri en gengur og gerist meðal kvenna á Íslandi. Laun þeirra eru lægri og starfsöryggi minna. Kallarðu þetta jafnrétti?“ sagði Eliza Reid, forsetafrú, á blaðamannafundi í morgun þar sem aðgerðirnar voru kynntar. Þar lásu fulltrúar ýmissa hópa eða samtaka upp yfirlýsingar sem enduðu á orðunum „kallarðu þetta jafnrétti?“ - sem er einmitt yfirskrift verkfallsins. Í yfirlýsingu segir að það vísi til þess að konur og kynsegin fólk fái ítrekað þau skilaboð að vegna þess að Ísland sé fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnréttismálum, eigi þau ekki heimtingu á frekari aðgerðum. Kvennafrídagurin var haldinn fyrst árið 1975 og lögðu þá um níutíu prósent kvenna á Íslandi niður störf til að sýna fram á mikilvægi sitt á vinnumarkaði og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu. Frá kvennafrídeginum árið 1975 þegar tugir þúsunda íslenskra kvenna gengu út af vinnustöðum sínum og söfnuðust saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Myndina tók Snorri Zóphóníasson.SNORRI ZÓPHÓNÍASSON Síðan þá hafa konur verið hvattar til að leggja niður störf á ákveðnum tíma í samræmi við kynbundinn launamun en í ár verður leitað í upprunann og allur dagurinn er undir. „Núna ákváðum við að raunverulega heiðra þessa upprunalegu merkingu, sem er að konur og kvár eru að leggja niður launuð og ólaunuð störf og það verður útifundur á Arnarhóli klukkan tvö og svo víðs vegar um landið allt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sem er á meðal fjórtán fulltrúa ýmissa samtaka sem mynda framkvæmdastjórn Kvennaverkfalls. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í Höfuðstöðinni í morgun.Vísir/Helena Rós „Meginkröfurnar eru að öllu kynbundnu ofbeldi verði útrýmt og sömuleiðis að það verði leiðrétt vanmat á svokölluðum kvennastéttum. Um fjörutíu prósent kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta er faraldur og það verður að grípa til aðgerða í samræmi við það. Sömuleiðis vitum við að meginástæðan fyrir launamun kynjanna er hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn er. Það er að segja stéttir, þar sem konur eru í miklum meirihluta eru á lægri launum en aðrar sambærilegar stéttir og stærsta stökkið sem við getum tekið í að útrýma launamun kynjanna er að leiðrétta þetta vanmat.“ Í yfirlýsingu eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður öll störf; ekki mæta til vinnu, ekki annast börnin með því að gefa þeim mat, smyrja nesti né sinna veikum fjölskyldumeðlimum. Karlkyns fjölskyldumeðlimir eigi að standa vaktina þennan dag. Svo eru þau hvött til mæta á útifundi á Arnarhóli eða í sinni heimabyggð og sýna samstöðu í verki.
Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira