Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2023 16:38 Magnús Kristinn er fæddur árið 1987. Hann hefur verið týndur í Dóminíska lýðveldinu frá 10. september. Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. Bróðir Magnúsar Kristins Magnússonar er nú á leið til Dóminíska lýðveldisins til að aðstoða við leit að Magnúsi. Ekkert hefur spurst til Magnúsar síðan 10. september þegar hann átti flug heim til Íslands, í gegnum Frankfurt, frá Dóminíska lýðveldinu. Hann fór ekki um borð í flugið en farangur hans fannst þó á flugvellinum. Hluti af farangrinum er á leið til landsins að sögn vinar Magnúsar sem hefur undanfarnar vikur aðstoðað fjölskyldu hans við leit og samskipti við lögregluna ytra. Sést í mynd yfirgefa flugvöllinn Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag þar sem einnig kom fram að rannsóknarlögreglumenn ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins hafi farið á flugvöllinn í tengslum við leitina. Þar er vísað í frétt á fréttavefnum Listin Diario þar sem segir að lögreglan hafi skoðað myndefni á flugvellinum þar sem megi sjá Magnús yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bíl. Samkvæmt fréttinni er ekki vitað í hvaða átt hann hélt að því loknu. „Það virðist vera nokkur þungi settur í þessa rannsókn,“ segir vinurinn sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við fréttastofu. Hann segir að fjölskyldan hafi samt ekki heyrt af þessari myndbandsupptöku fyrr en þarna. Hann segir íslensku lögregluna aðstoða eins og þau geta en vegna fjarlægðar sé það auðvitað erfitt. Í frétt Listin Diario segir einnig að lögreglan hafi heimsótt hótel og spilavíti nálægt ferðamannastöðunum, Boca Chica, Juan Dolio og La Romana vegna gruns um að hann gæti dvalið þar. Systir Rannveigar lýsti því í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan septembermánuð að fjölskyldan óttaðist að andleg veikindi Magnúsar hefðu tekið sig upp aftur á ferðalagi hans. Hann hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Leitin að Magnúsi Kristni Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Bróðir Magnúsar Kristins Magnússonar er nú á leið til Dóminíska lýðveldisins til að aðstoða við leit að Magnúsi. Ekkert hefur spurst til Magnúsar síðan 10. september þegar hann átti flug heim til Íslands, í gegnum Frankfurt, frá Dóminíska lýðveldinu. Hann fór ekki um borð í flugið en farangur hans fannst þó á flugvellinum. Hluti af farangrinum er á leið til landsins að sögn vinar Magnúsar sem hefur undanfarnar vikur aðstoðað fjölskyldu hans við leit og samskipti við lögregluna ytra. Sést í mynd yfirgefa flugvöllinn Greint var frá því á vef RÚV fyrr í dag þar sem einnig kom fram að rannsóknarlögreglumenn ríkislögreglu Dóminíska lýðveldisins hafi farið á flugvöllinn í tengslum við leitina. Þar er vísað í frétt á fréttavefnum Listin Diario þar sem segir að lögreglan hafi skoðað myndefni á flugvellinum þar sem megi sjá Magnús yfirgefa flugvöllinn og setjast um borð í bíl. Samkvæmt fréttinni er ekki vitað í hvaða átt hann hélt að því loknu. „Það virðist vera nokkur þungi settur í þessa rannsókn,“ segir vinurinn sem ekki vill láta nafns síns getið, í samtali við fréttastofu. Hann segir að fjölskyldan hafi samt ekki heyrt af þessari myndbandsupptöku fyrr en þarna. Hann segir íslensku lögregluna aðstoða eins og þau geta en vegna fjarlægðar sé það auðvitað erfitt. Í frétt Listin Diario segir einnig að lögreglan hafi heimsótt hótel og spilavíti nálægt ferðamannastöðunum, Boca Chica, Juan Dolio og La Romana vegna gruns um að hann gæti dvalið þar. Systir Rannveigar lýsti því í viðtali við Bítið á Bylgjunni um miðjan septembermánuð að fjölskyldan óttaðist að andleg veikindi Magnúsar hefðu tekið sig upp aftur á ferðalagi hans. Hann hafi glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum.
Leitin að Magnúsi Kristni Dóminíska lýðveldið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21 Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23. september 2023 14:21
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Ekkert bendi til þess að Magnús hafi verið flæktur í eitthvað ólöglegt Fjölskylda Magnúsar Kristins Magnússonar íhugar nú að fara út til Dóminíska lýðveldisins til að halda áfram leit að honum. Hann hefur nú verið týndur í viku. Systir hans segir ekkert benda til ólöglegs athæfis. 17. september 2023 14:21
Íslenskur karlmaður týndur í Dóminíska lýðveldinu Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu. Hann átti flug heim fyrir tæpri viku síðan. Systir mannsins biðlar til almennings um aðstoð. 16. september 2023 14:14