Frakkar fárast yfir veggjalúsafaraldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 08:03 Lúsleitað. Getty Veggjalúsaplága gengur nú yfir í París og fleiri borgum í Frakklandi en þrátt fyrir að lýsnar séu sannarlega „út um allt“ og frekar ógeðfelldar segja sérfræðingar ógnina þó ýkta á samfélagsmiðlum. „Síðsumars sjáum við alltaf mikla aukningu á veggjalús,“ segir Jean-Michel Berenger, skordýrafræðingur við sjúkrahúsið í Marseille og helsti sérfræðingur Frakka í veggjalús. „Það er vegna þess að fólk hefur verið að ferðast í júlí og ágúst og flytur hana til baka í farangrinum sínum,“ bætir hann við. Berenger segir aukninguna verða meiri ár frá ári og þannig er eðlilegt að fólk verði vart við pestina. Samkvæmt könnunum hefur einn af hverjum tíu Parísarbúum þurft að takast á við vandann á síðustu fimm árum. Frásagnir af veggjalús í kvikmyndahúsum og um borð í lestum hafa ratað á samfélagsmiðla. Þær hafa ekki verið sannaðar en bæði borgaryfirvöld og stjórnvöld í Frakklandi virðast taka þær alvarlega, enda stendur til að halda Ólympíuleika í höfuðborginni á næsta ári. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast samfélagsmiðlar þó vera að hafa þau áhrif að það sem var eitt sinn hefðbundið umfjöllunarefni franskra miðla í gúrkutíð á haustmánuðum er nú orðið að þjóðaröryggismáli. Berenger segir nýjan þátt hafa bæst við veggjalúsajöfnuna; múgæsingu. „Þetta er gott að því leiti að þetta gerir fólk meðvitað um vandann og því fyrr sem þú grípur til aðgerða gegn veggjalús því betra. En vandamálið hefur verið ýkt,“ segir hann. Veggjalúsin er meira áberandi en áður þar sem fólk og varningur ferðast meira um og þar sem mörg þeirra efna sem voru notuð til að halda henni í skefjum hafa verið bönnuð. Þá eru veggjalýs nútímans afkomendur þeirra sem lifðu efnaárásirnar og mögulega ónæmari en forfeður sínir. Aukið hreinlæti hefur auk þess dregið verulega úr fjölda kakkalakka, sem héldu veggjalúsinni í skefjum. Berenger segir fólk „panikka“ yfir veggjalúsinni í dag þar sem hún hefur eiginlega fallið í gleymskunnar dá. Hættan sé meira sálfræðileg en raunveruleg, þar sem hún sé ekki smitvaldur og bit hennar séu að stærstum hluta meinlaus. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um málið. Frakkland Skordýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Síðsumars sjáum við alltaf mikla aukningu á veggjalús,“ segir Jean-Michel Berenger, skordýrafræðingur við sjúkrahúsið í Marseille og helsti sérfræðingur Frakka í veggjalús. „Það er vegna þess að fólk hefur verið að ferðast í júlí og ágúst og flytur hana til baka í farangrinum sínum,“ bætir hann við. Berenger segir aukninguna verða meiri ár frá ári og þannig er eðlilegt að fólk verði vart við pestina. Samkvæmt könnunum hefur einn af hverjum tíu Parísarbúum þurft að takast á við vandann á síðustu fimm árum. Frásagnir af veggjalús í kvikmyndahúsum og um borð í lestum hafa ratað á samfélagsmiðla. Þær hafa ekki verið sannaðar en bæði borgaryfirvöld og stjórnvöld í Frakklandi virðast taka þær alvarlega, enda stendur til að halda Ólympíuleika í höfuðborginni á næsta ári. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast samfélagsmiðlar þó vera að hafa þau áhrif að það sem var eitt sinn hefðbundið umfjöllunarefni franskra miðla í gúrkutíð á haustmánuðum er nú orðið að þjóðaröryggismáli. Berenger segir nýjan þátt hafa bæst við veggjalúsajöfnuna; múgæsingu. „Þetta er gott að því leiti að þetta gerir fólk meðvitað um vandann og því fyrr sem þú grípur til aðgerða gegn veggjalús því betra. En vandamálið hefur verið ýkt,“ segir hann. Veggjalúsin er meira áberandi en áður þar sem fólk og varningur ferðast meira um og þar sem mörg þeirra efna sem voru notuð til að halda henni í skefjum hafa verið bönnuð. Þá eru veggjalýs nútímans afkomendur þeirra sem lifðu efnaárásirnar og mögulega ónæmari en forfeður sínir. Aukið hreinlæti hefur auk þess dregið verulega úr fjölda kakkalakka, sem héldu veggjalúsinni í skefjum. Berenger segir fólk „panikka“ yfir veggjalúsinni í dag þar sem hún hefur eiginlega fallið í gleymskunnar dá. Hættan sé meira sálfræðileg en raunveruleg, þar sem hún sé ekki smitvaldur og bit hennar séu að stærstum hluta meinlaus. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC um málið.
Frakkland Skordýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira