Vill frekar deyja en að fara aftur til Venesúela Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2023 11:49 Zarkis Abraham hefur verið hér á landi í tíu mánuði. Hann sér enga framtíð í Venesúela. Vísir/vilhelm Tugir komu saman við Hallgrímskirkju í morgun til að mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja megi hælisleitendum frá Venesúela um alþjóðlega vernd. Mótmælendur, bæði Venesúelamenn og stuðningsfólk, lýstu reiði og ótta við framtíðina. Þegar fréttastofu bar að garði við Hallgrímskirkju í morgun höfðu mótmælendur, flestir Venesúelamenn, stillt sér upp í boga fyrir framan kirkjuna. Viðstaddir sýndu hljóðláta samstöðu og báru skilti; „Þau eru að senda börn í fangið á einræðisherra“ stóð á einu; „Líf barnanna okkar eru í ykkar höndum“ á öðru. Venesúelamaðurinn Zarkis Abraham, einn mótmælenda, var að fá synjun á umsókn sinni eftir tíu mánaða dvöl hér á landi. Hann hefur verið að leita sér að vinnu og furðar sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin - land sem hann telur gegnsýrt kynþáttfordómum - taki við löndum hans, en á Íslandi hafi verið ákveðið að gera það ekki. Mótmælendur komu saman í hljóðlátri samstöðu og báru margir skilti.Vísir/vilhelm „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ segir Zarkis. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera nú þegar ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir segist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. Framtíð barnanna er í höndum ykkar, stóð á einu skiltanna.Vísir/vilhelm Nokkur fjöldi Íslendinga var einnig staddur á mótmælunum í morgun, þar af nokkrir starfsmenn tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. „Þetta er fáránlegt sem er í gangi. Þeta er rugl,“ segir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir. „Við störfum hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli hér á landinu og margri nemendur eru frá Venesúela. Þannig að það er nauðsynlegt fyrir okkur að sýna stuðning, samstöðu og vera þeim innan handar,“ segir Derek Terell Allen. Óttist þið um framtíð fólksins sem þið þekkið? „Já við gerum það. Maður veit einhvern veginn ekkert hvað á eftir að gerast eftir viku, tvær vikur. Þetta fólk vill bara gott líf hérna á Íslandi,“ segir Margrét Rebekka Valgarðsdóttir. Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Reykjavík Tengdar fréttir Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Þegar fréttastofu bar að garði við Hallgrímskirkju í morgun höfðu mótmælendur, flestir Venesúelamenn, stillt sér upp í boga fyrir framan kirkjuna. Viðstaddir sýndu hljóðláta samstöðu og báru skilti; „Þau eru að senda börn í fangið á einræðisherra“ stóð á einu; „Líf barnanna okkar eru í ykkar höndum“ á öðru. Venesúelamaðurinn Zarkis Abraham, einn mótmælenda, var að fá synjun á umsókn sinni eftir tíu mánaða dvöl hér á landi. Hann hefur verið að leita sér að vinnu og furðar sig á ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Einkum í ljósi þess að Bandaríkin - land sem hann telur gegnsýrt kynþáttfordómum - taki við löndum hans, en á Íslandi hafi verið ákveðið að gera það ekki. Mótmælendur komu saman í hljóðlátri samstöðu og báru margir skilti.Vísir/vilhelm „Þau eru að snúa við okkur baki. Þetta er brjálæði. Jafnvel Bandaríkin, rasískasta ríki heims, tekur við okkur en þetta land gerir það ekki,“ segir Zarkis. Inntur eftir því hvað hann hyggist gera nú þegar ákvörðun stjórnvalda liggi fyrir segist hann dauðhræddur. „Ég veit það ekki. Kannski flýja til annars lands. Ég get ekki verið í Venesúela, ég myndi frekar drepa mig en að vera í Venesúela án réttinda, eins og ég hef verið alla ævi. Þetta er bara brjálæði. Ég varði tveimur, fjórum árum í að flýja. Og þegar mér tókst það hafna þeir öllum. Þetta er brjálæði,“ segir Zarkis. Framtíð barnanna er í höndum ykkar, stóð á einu skiltanna.Vísir/vilhelm Nokkur fjöldi Íslendinga var einnig staddur á mótmælunum í morgun, þar af nokkrir starfsmenn tungumálaskólans Dósaverksmiðjunnar. „Þetta er fáránlegt sem er í gangi. Þeta er rugl,“ segir Kristbjörg Arna Þorvaldsdóttir. „Við störfum hjá Dósaverksmiðjunni sem er tungumálaskóli hér á landinu og margri nemendur eru frá Venesúela. Þannig að það er nauðsynlegt fyrir okkur að sýna stuðning, samstöðu og vera þeim innan handar,“ segir Derek Terell Allen. Óttist þið um framtíð fólksins sem þið þekkið? „Já við gerum það. Maður veit einhvern veginn ekkert hvað á eftir að gerast eftir viku, tvær vikur. Þetta fólk vill bara gott líf hérna á Íslandi,“ segir Margrét Rebekka Valgarðsdóttir.
Venesúela Hælisleitendur Flóttamenn Reykjavík Tengdar fréttir Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48 Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Sjá meira
Flóttamenn frá Venesúela mótmæla við Hallgrímskirkju Um eitt hundrað flóttamenn frá Venesúela komu saman við Hallgrímskirkju klukkan tíu í morgun. Fólkið mótmælir fyrirhuguðum brottvísunum. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði á dögunum að heimilt væri að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. 4. október 2023 10:28
Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. 3. október 2023 11:48
Telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela vera starfandi Lögmaður telur yfirgnæfandi meirihluta flóttafólks frá Venesúela sem til stendur að senda úr landi vera í vinnu hér á landi. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir stofnunina ekki hafa upplýsingar um fjöldann. 2. október 2023 13:28