Eigandinn í Sóltúni segir málið sér óviðkomandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. október 2023 10:46 Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga mörgum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður og voru metin hættuleg. Vísir/Vilhelm Eigandi húsnæðisins þar sem lagt var hald á mikið magn matvæla við óheilnæmar aðstæður í síðustu viku, segir málið sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið og sá sem leigði af honum áframleigði það. Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga nokkrum tonnum af ýmiskonar matvælum sem fundust í geymslu í Reykjavík. Um er að ræða geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Egill Þór Sigurðsson er eigandi eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf, sem á fasteignina á jarðhæð, 300 fermetra geymslu þar sem matvælin fundust. Í samtali við fréttastofu segist Egill í raun ekki hafa neina vitneskju um málið sem sé sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið til fyrirtækis að nafni Inter, sem er heildsala með tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir. Inter hafi svo leigt húsnæðið áfram til eiganda matvælanna fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að þeir tóku við húsnæðinu hafi kvartanir farið að berast frá nágrönnum vegna ólyktar. Aðspurður hvort staðið hafi til að segja upp leigusamningnum segir Egill að honum hafi skilist að aðilarnir væru á leiðinni út úr húsnæðinu. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Inter ehf., vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fljótlega eftir að eigendur matvælanna tóku geymslu í Sóltúni á leigu, fóru nágrannar að kvarta vegna ólyktar. Vísir/Vilhelm Óvíst hvort matvælin séu í dreifingu Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í Reykjavík síðdegis í gær upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar í heild sinni. Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar lét farga nokkrum tonnum af ýmiskonar matvælum sem fundust í geymslu í Reykjavík. Um er að ræða geymslurými í iðnaðarhúsnæði í Sóltúni 20 í Reykjavík. Egill Þór Sigurðsson er eigandi eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf, sem á fasteignina á jarðhæð, 300 fermetra geymslu þar sem matvælin fundust. Í samtali við fréttastofu segist Egill í raun ekki hafa neina vitneskju um málið sem sé sér alls óviðkomandi. Hann hafi leigt húsnæðið til fyrirtækis að nafni Inter, sem er heildsala með tækjabúnað og rekstarvöru fyrir heilbrigðsstofnanir. Inter hafi svo leigt húsnæðið áfram til eiganda matvælanna fyrir tæpu ári. Fljótlega eftir að þeir tóku við húsnæðinu hafi kvartanir farið að berast frá nágrönnum vegna ólyktar. Aðspurður hvort staðið hafi til að segja upp leigusamningnum segir Egill að honum hafi skilist að aðilarnir væru á leiðinni út úr húsnæðinu. Ástríður Elsa Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Inter ehf., vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fljótlega eftir að eigendur matvælanna tóku geymslu í Sóltúni á leigu, fóru nágrannar að kvarta vegna ólyktar. Vísir/Vilhelm Óvíst hvort matvælin séu í dreifingu Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sagði í Reykjavík síðdegis í gær upplýsingar lægju ekki fyrir um hvort matvælin hefðu verið seld og væru í dreifingu. Það væri enn í rannsókn. Um fjölbreyttar tegundir matvæla var að ræða, ýmsar gerðir af frystivörum, þurrvörur og sósur. Óskar sagði málið fordæmalaust og að þeirra mat væri að matvælin væru hættuleg. Aðspurður um hvort stæði til að upplýsa um það um hvaða fyrirtæki væri að ræða sagði hann að allt eftirlit Matvælastofnunar væri opinbert. „Þegar við erum búin að taka saman okkar vinnu og gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um það, gera athugasemdir og svo framvegis, þá verða slíkar eftirlitsskýrslur opinberar.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar í heild sinni.
Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24 Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53 Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Nágrannar kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni Matvælageymslan þar sem mörg tonn af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður fundust í síðustu viku var til húsa í Sóltúni 20. Aðrir sem höfðu afnot af umræddu húsnæði kvörtuðu undan lykt sem barst frá geymslunni. 6. október 2023 06:24
Ekki ljóst hvort veitingastaðir eða aðrir hafi keypt heilsuspillandi matvörur Matvælaeftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur látið farga nokkrum tonnum af matvælum sem lagt var hald á í síðustu viku. Matvælin voru geymt á ólöglegum stað án tilskylinna leyfa og segir deildarstjóri matvælaeftirlitsins málið fordæmalaust. 5. október 2023 12:53
Mörgum tonnum af mat fargað af ólöglegum matvælalager Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hefur lagt hald á og fargað nokkrum tonnum af matvælum sem geymd voru við óheilnæmar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Málið er sagt fordæmalaust. 5. október 2023 06:19