Hætta á að heimaleikir vetrarins verði erlendis: „Ótrúlega leiðinlegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. október 2023 09:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir stöðuna ekki vænlega. Vísir/Einar KSÍ vill síður bera kostnað af því að halda Laugardalsvelli við vegna Evrópuverkefna íslenskra félagsliða í vetur. Vel má vera að færa þurfi landsleiki í febrúar og mars út fyrir landsteinana. Breiðablik spilaði sinn fyrsta heimaleik af þremur í riðlakeppninni þegar það tapaði 1-0 fyrir Zorya Luhansk. Mikið hefur verið rætt um vallarmálin í aðdragandanum enda aldrei verið spilað eins djúpt inn í íslenskan vetur. „Það sem við höfum í hendi núna er Breiðablik, níunda og þrítugasta nóvember og það er eitthvað sem við auðvitað erum ekki vön að gera og höfum smá áhyggjur af,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Þessu fylgi kostnaður. Til að halda grasinu við verði leigð svokölluð hitapylsa til að veita grasinu varma þar sem enginn undirhiti er á vellinum. „Þetta er svokölluð hitapylsa sem er hituð upp með gasi og henni fylgja fjórir menn sem koma hér og vakta hana allan sólarhringinn. Þetta kostar fullt af peningum, sem telur á tugum milljóna,“ segir Vanda. Vanda vongóð um stuðning Þennan tugmilljóna kostnað vill Breiðablik losna við, enda er félagið þegar að greiða um tuttugu milljónir fyrir það eitt að leigja völlinn undir leikina þrjá. Breiðablik vill því að KSÍ taki við þeim kostnaði, líkt og reglur sambandsins segja til um, en KSÍ sér fram á taprekstur í ár og leitar því á náðir ríkisins og sveitarfélaganna. „Ég veit um ekkert land í Evrópu sem er á þessum stað, að geta ekki leikið þessa leiki án þess, eins og núna, að leggja út þennan kostnað.“ segir Vanda sem kveðst vongóð um að ríkið auk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, stígi inn. Ásmundur Einar vildi ekki staðfesta hvort ríkið komi að kostnaði.Vísir/Vilhelm „Ég trúi varla öðru, því það er ekkert annað land í þessari stöðu. Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnesbæ, er að byggja nýjan völl. Við erum orðin algjörir eftirbátar, sem mér þykir ekkert mjög skemmtilegt,“ segir Vanda. Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, vildi ekki staðfesta hvort ríkið tæki þátt í kostnaðinum. „Við höfum átt fundi með KSÍ og erum í samtali við alla þá aðila sem að þessu koma. Það er engin lending í því ennþá,“ segir Ásmundur. Ómögulegt við núverandi aðstæður Ofan á verkefni Breiðabliks er mögulegt að við bætist leikir kvennaliðs Vals í Meistaradeild í desember og janúar og kvennalandsliðsins í febrúar. Vallarstjóri laugardalsvallar er ekki vongóður um að völlurinn haldist góður svo lengi. „Nei, þetta verður erfitt. Við byrjum á nóvember verkefninu og svo sjáum við til. Ég held það verði ansi erfitt að halda þessum velli úti í allan vetur í einhverju spilhæfu formi. Það held ég að sé ómögulegt á miðað við núverandi aðstæður hérna,“ segir Jóhann. Þá þurfi að skoða aðra kosti. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur landi alls ekki að gera það,“ segir Vanda. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Valur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Breiðablik spilaði sinn fyrsta heimaleik af þremur í riðlakeppninni þegar það tapaði 1-0 fyrir Zorya Luhansk. Mikið hefur verið rætt um vallarmálin í aðdragandanum enda aldrei verið spilað eins djúpt inn í íslenskan vetur. „Það sem við höfum í hendi núna er Breiðablik, níunda og þrítugasta nóvember og það er eitthvað sem við auðvitað erum ekki vön að gera og höfum smá áhyggjur af,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. Þessu fylgi kostnaður. Til að halda grasinu við verði leigð svokölluð hitapylsa til að veita grasinu varma þar sem enginn undirhiti er á vellinum. „Þetta er svokölluð hitapylsa sem er hituð upp með gasi og henni fylgja fjórir menn sem koma hér og vakta hana allan sólarhringinn. Þetta kostar fullt af peningum, sem telur á tugum milljóna,“ segir Vanda. Vanda vongóð um stuðning Þennan tugmilljóna kostnað vill Breiðablik losna við, enda er félagið þegar að greiða um tuttugu milljónir fyrir það eitt að leigja völlinn undir leikina þrjá. Breiðablik vill því að KSÍ taki við þeim kostnaði, líkt og reglur sambandsins segja til um, en KSÍ sér fram á taprekstur í ár og leitar því á náðir ríkisins og sveitarfélaganna. „Ég veit um ekkert land í Evrópu sem er á þessum stað, að geta ekki leikið þessa leiki án þess, eins og núna, að leggja út þennan kostnað.“ segir Vanda sem kveðst vongóð um að ríkið auk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar, stígi inn. Ásmundur Einar vildi ekki staðfesta hvort ríkið komi að kostnaði.Vísir/Vilhelm „Ég trúi varla öðru, því það er ekkert annað land í þessari stöðu. Gíbraltar, sem er á stærð við Seltjarnarnesbæ, er að byggja nýjan völl. Við erum orðin algjörir eftirbátar, sem mér þykir ekkert mjög skemmtilegt,“ segir Vanda. Ráðherra íþróttamála, Ásmundur Einar Daðason, vildi ekki staðfesta hvort ríkið tæki þátt í kostnaðinum. „Við höfum átt fundi með KSÍ og erum í samtali við alla þá aðila sem að þessu koma. Það er engin lending í því ennþá,“ segir Ásmundur. Ómögulegt við núverandi aðstæður Ofan á verkefni Breiðabliks er mögulegt að við bætist leikir kvennaliðs Vals í Meistaradeild í desember og janúar og kvennalandsliðsins í febrúar. Vallarstjóri laugardalsvallar er ekki vongóður um að völlurinn haldist góður svo lengi. „Nei, þetta verður erfitt. Við byrjum á nóvember verkefninu og svo sjáum við til. Ég held það verði ansi erfitt að halda þessum velli úti í allan vetur í einhverju spilhæfu formi. Það held ég að sé ómögulegt á miðað við núverandi aðstæður hérna,“ segir Jóhann. Þá þurfi að skoða aðra kosti. „Komi til þess að kvennalandsliðið lendi í þriðja sæti í riðlinum og þurfi að spila heima og heiman í febrúar, höfum við sagt áður, við höfum verið að skoða hvort það þurfi að leika okkar heimaleiki erlendis. Sem væri náttúrulega ótrúlega leiðinlegt - að þær séu að spila gríðarlega mikilvægan leik og geta ekki verið hérna heima með allt okkar fólk að styðja stelpurnar. Það er eitthvað sem neyðin er í raun að reka okkur út í þó okkur landi alls ekki að gera það,“ segir Vanda. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Laugardalsvöllur Fótbolti Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Breiðablik Valur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira