„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. október 2023 23:00 Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. Fjöldi barna leitar til tannlækna á hverju ári eftir að hafa slasast við að stunda íþróttir. Erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda slysa. Ekki er haldið sérstaklega utan um íþróttaslys barna hjá Sjúkratryggingum en fjallað var um íþróttaslys í þættinum Hliðarlínunni í gær. Tannlæknar segja slysin þó nokkuð algeng hjá börnum. „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys,“ segir Stefán Hallur Jónsson tannlæknir. Stefán Hallur Jónsson tannlæknir fær reglulega til sín börn sem hafa slasast út frá íþróttaiðkun. Vísir/Arnar Stefán segir slysin vera misalvarleg en sum hafi í för með sér varanlegan skaða. „Helstu áverkarnir sem við sjáum eru tannbrot og stundum eru tannbrotin þannig að þau eru einföld og minniháttar brot sem auðvelt er að laga. Síðan sjáum við mjög flókin tannbrot þar sem að það eru jafnvel færslur á tönnum, brot á tönnum þannig að það liggi inn í taugina og þurfi að gera rótfyllingar í tennurnar. Síðan eru verstu tilvikin þar sem tennur falla alveg úr eða rætur brotna og tennur tapast það eru svona alvarlegustu tilvikin.“ Þá getur skaðinn verið varanlegur hjá börnunum. Vísir Kostnaðurinn geti oft á tíðum verið mikill. „Kostnaðurinn getur hlaupið auðveldlega á tugum þúsunda upp í hundruð þúsunda en maður er að heyra svona af og til að kostnaðurinn hleypur á yfir milljón,“ Þá séu íþróttafélögin fæst tryggð þegar kemur að svona slysum en Sjúkratryggingar taki hins vegar þátt í kostnaði vegna tannlækninga barna. „Svo sem eins og rótfyllingar og lagfæringar á brotum. Verði síðan um einhverja meiriháttar uppbyggingar að ræða eins og tannplantar eða eitthvað seinna á ævinni þá getur fallið kostnaður á viðkomandi.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Tannheilsa Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fjöldi barna leitar til tannlækna á hverju ári eftir að hafa slasast við að stunda íþróttir. Erfitt er að segja nákvæmlega til um fjölda slysa. Ekki er haldið sérstaklega utan um íþróttaslys barna hjá Sjúkratryggingum en fjallað var um íþróttaslys í þættinum Hliðarlínunni í gær. Tannlæknar segja slysin þó nokkuð algeng hjá börnum. „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys,“ segir Stefán Hallur Jónsson tannlæknir. Stefán Hallur Jónsson tannlæknir fær reglulega til sín börn sem hafa slasast út frá íþróttaiðkun. Vísir/Arnar Stefán segir slysin vera misalvarleg en sum hafi í för með sér varanlegan skaða. „Helstu áverkarnir sem við sjáum eru tannbrot og stundum eru tannbrotin þannig að þau eru einföld og minniháttar brot sem auðvelt er að laga. Síðan sjáum við mjög flókin tannbrot þar sem að það eru jafnvel færslur á tönnum, brot á tönnum þannig að það liggi inn í taugina og þurfi að gera rótfyllingar í tennurnar. Síðan eru verstu tilvikin þar sem tennur falla alveg úr eða rætur brotna og tennur tapast það eru svona alvarlegustu tilvikin.“ Þá getur skaðinn verið varanlegur hjá börnunum. Vísir Kostnaðurinn geti oft á tíðum verið mikill. „Kostnaðurinn getur hlaupið auðveldlega á tugum þúsunda upp í hundruð þúsunda en maður er að heyra svona af og til að kostnaðurinn hleypur á yfir milljón,“ Þá séu íþróttafélögin fæst tryggð þegar kemur að svona slysum en Sjúkratryggingar taki hins vegar þátt í kostnaði vegna tannlækninga barna. „Svo sem eins og rótfyllingar og lagfæringar á brotum. Verði síðan um einhverja meiriháttar uppbyggingar að ræða eins og tannplantar eða eitthvað seinna á ævinni þá getur fallið kostnaður á viðkomandi.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Tannheilsa Tengdar fréttir „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. 3. október 2023 19:30
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00