Regnbogahátíð hafin í Mýrdalshreppi – Uppskeruhátíð samfélagsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2023 21:31 Mýrdælinga hlakka til glæsilegrar dagskrár um helgina og bjóða alla velkomna til sín. Þórir Kjartansson. Í dag hófst árleg Regnbogahátíð í Mýrdalshreppi og mun standa til 15. október. Hátíðin er nú haldin í 17. sinn. „Þessi hátíð sker sig aðeins úr fyrir að vera seinna á árinu en flestar bæjarhátíðir en það kemur til að rótum hátíðarinnar sem uppskeruhátíðar samfélagsins og sést það vel á þátttöku íbúa. Hátíðin sameinar íbúa á svæðinu og síðustu ár hafa styrkleikar okkar sem fjölbreytt fjölmenningarsamfélag fengið að skína í gegn, alþjóðlega matarsmakkið er td. gott dæmi um það. Í ár vígjum við einnig glæsilegt vegglistaverk eftir pólskan listamann á svæðinu. Við viljum endilega bjóða öllum með og vekja athygli á þessari gleðisprengju samfélagsins að hausti,” segir Harpa Elín Haraldsdóttir forstöðukona Kötlusetursins í Vík og ein af skipuleggjendum hátíðarinnar. Alla daga verða fjölbreyttir viðburðir auk þess sem fyrirtæki og íbúar eru með litrík tilboð, opin hús og taka vel á móti gestum og gangandi. Í ár er þemað “krafturinn” sem vísar jafnt í kraftinn sem býr í samfélaginu og til kraftsins í nærumhverfinu, en í ár eru 105 ár frá síðasta Kötlugosi. Á fimmtudeginum stendur Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps fyrir fyrstu FIFA Playstation keppni Regnbogans. Þá er búið að teikna upp skemmtilega leið fyrir pöbbarölt í bænum og hljómsveitin Vinir Jenna bjóða í notalega stemmningu í félagsheimilinu Leikskálum. Á föstudeginum fagnar þúsundþjalasmiðurinn Svavar Guðmundsson útgáfu rauðu og jafnframt 4. bókarinnar í bókaseríunni “Sjón þín, hugsun þín, skilningur þinn”. í Kötlusetri og boðið er upp á hljóðlaust diskó fyrir dansara. Þá um kvöldið er svo alþjóðlega matarsmakkið, sem hefur aldeilis slegið í gegn á síðustu árum og sannar hið fornkveðna, að leiðin að samfélagshjartanu er í gegnum magann. GDRN og Magnús Jóhann ljúka Regnboganum með töfrandi tónum í Víkurkirkju á sunnudagskvöld.Aðsend Laugardagurinn hefst með menningargöngu Ferðafélags Mýrdælinga undir styrkri stjórn Margrétar Steinunnar og eftir hana er hægt að kíkja við hjá starfsfólki Mýrdalshrepps í vöfflukaffi og á Regnbogamarkaðinn, sem er litríkur, fjölbreyttur og skemmtilegur. Jói Fel breytir bílskúr tengdaforeldranna í listasmiðju og sýnir ný verk. Skemmtileg barnadagskrá verður í íþróttamiðstöðinni með Leikhópnum Lottu, loftboltum, hoppukastölum og veltibíllinn frá Sjóvá verður á svæðinu, Í Skaftfellingsskemmu munu krakkarnir á leikskólanum Mánalandi vígja nýtt glæsilegt vegglistaverk Kötluseturs eftir listamanninn Maciej Lenda ásamt því að opna sína eigin sýningu “Sjáðu hvað ég get” og mýrdælska söngkonan Ragna Björg mun taka nokkur lög. Þýskur andi liggur svo yfir Smiðjunni - brugghúsi sem býður í Októberfest með öllu tilheyrandi. Það er enginn annar en Pétur Jóhann sem kitlar hláturtaugarnar á laugardagskvöldinu með glænýtt efni og Atli skemmtanalögga lýkur svo fjölbreyttum degi með ekta sveitaballi. Á sunnudeginum býður Tónskóli Mýrdalshrepps til glæsilegra tónleika með Dr. Nínu Margréti Grímsdóttur. Tónleikarnir eru tileinkaðir Dr. Páli Ísólfssyni en hann hefði orðið 130 ára í ár. Málþingið Katla 105 er tileinkað viðbragðsaðilum almannavarna í Mýrdalshreppi og mun Slökkvilið Mýrdalshrepps, Björgunarsveitin Víkverji og Víkurdeild Rauða kross Íslands vera með fræðslu og mæta með bíla, tól og tæki. Evrópuverkefnið #FirstAid+ mun einnig kynna sig og bjóða gestum að prófa VR skyndihjálpargleraugu. Hátíðarkaffið á Hótel Kötlu verður svo tileinkað fjáröflun fyrir nýjum bíl Víkverja með happdrætti og munu Alexandra Chernyshova, sópransöngkona og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja klassískar söngperlur. GDRN og Magnús Jóhann ljúka Regnboganum með töfrandi tónum í Víkurkirkju. Dagskrá hátíðarinnar Mýrdalshreppur Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
„Þessi hátíð sker sig aðeins úr fyrir að vera seinna á árinu en flestar bæjarhátíðir en það kemur til að rótum hátíðarinnar sem uppskeruhátíðar samfélagsins og sést það vel á þátttöku íbúa. Hátíðin sameinar íbúa á svæðinu og síðustu ár hafa styrkleikar okkar sem fjölbreytt fjölmenningarsamfélag fengið að skína í gegn, alþjóðlega matarsmakkið er td. gott dæmi um það. Í ár vígjum við einnig glæsilegt vegglistaverk eftir pólskan listamann á svæðinu. Við viljum endilega bjóða öllum með og vekja athygli á þessari gleðisprengju samfélagsins að hausti,” segir Harpa Elín Haraldsdóttir forstöðukona Kötlusetursins í Vík og ein af skipuleggjendum hátíðarinnar. Alla daga verða fjölbreyttir viðburðir auk þess sem fyrirtæki og íbúar eru með litrík tilboð, opin hús og taka vel á móti gestum og gangandi. Í ár er þemað “krafturinn” sem vísar jafnt í kraftinn sem býr í samfélaginu og til kraftsins í nærumhverfinu, en í ár eru 105 ár frá síðasta Kötlugosi. Á fimmtudeginum stendur Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps fyrir fyrstu FIFA Playstation keppni Regnbogans. Þá er búið að teikna upp skemmtilega leið fyrir pöbbarölt í bænum og hljómsveitin Vinir Jenna bjóða í notalega stemmningu í félagsheimilinu Leikskálum. Á föstudeginum fagnar þúsundþjalasmiðurinn Svavar Guðmundsson útgáfu rauðu og jafnframt 4. bókarinnar í bókaseríunni “Sjón þín, hugsun þín, skilningur þinn”. í Kötlusetri og boðið er upp á hljóðlaust diskó fyrir dansara. Þá um kvöldið er svo alþjóðlega matarsmakkið, sem hefur aldeilis slegið í gegn á síðustu árum og sannar hið fornkveðna, að leiðin að samfélagshjartanu er í gegnum magann. GDRN og Magnús Jóhann ljúka Regnboganum með töfrandi tónum í Víkurkirkju á sunnudagskvöld.Aðsend Laugardagurinn hefst með menningargöngu Ferðafélags Mýrdælinga undir styrkri stjórn Margrétar Steinunnar og eftir hana er hægt að kíkja við hjá starfsfólki Mýrdalshrepps í vöfflukaffi og á Regnbogamarkaðinn, sem er litríkur, fjölbreyttur og skemmtilegur. Jói Fel breytir bílskúr tengdaforeldranna í listasmiðju og sýnir ný verk. Skemmtileg barnadagskrá verður í íþróttamiðstöðinni með Leikhópnum Lottu, loftboltum, hoppukastölum og veltibíllinn frá Sjóvá verður á svæðinu, Í Skaftfellingsskemmu munu krakkarnir á leikskólanum Mánalandi vígja nýtt glæsilegt vegglistaverk Kötluseturs eftir listamanninn Maciej Lenda ásamt því að opna sína eigin sýningu “Sjáðu hvað ég get” og mýrdælska söngkonan Ragna Björg mun taka nokkur lög. Þýskur andi liggur svo yfir Smiðjunni - brugghúsi sem býður í Októberfest með öllu tilheyrandi. Það er enginn annar en Pétur Jóhann sem kitlar hláturtaugarnar á laugardagskvöldinu með glænýtt efni og Atli skemmtanalögga lýkur svo fjölbreyttum degi með ekta sveitaballi. Á sunnudeginum býður Tónskóli Mýrdalshrepps til glæsilegra tónleika með Dr. Nínu Margréti Grímsdóttur. Tónleikarnir eru tileinkaðir Dr. Páli Ísólfssyni en hann hefði orðið 130 ára í ár. Málþingið Katla 105 er tileinkað viðbragðsaðilum almannavarna í Mýrdalshreppi og mun Slökkvilið Mýrdalshrepps, Björgunarsveitin Víkverji og Víkurdeild Rauða kross Íslands vera með fræðslu og mæta með bíla, tól og tæki. Evrópuverkefnið #FirstAid+ mun einnig kynna sig og bjóða gestum að prófa VR skyndihjálpargleraugu. Hátíðarkaffið á Hótel Kötlu verður svo tileinkað fjáröflun fyrir nýjum bíl Víkverja með happdrætti og munu Alexandra Chernyshova, sópransöngkona og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja klassískar söngperlur. GDRN og Magnús Jóhann ljúka Regnboganum með töfrandi tónum í Víkurkirkju. Dagskrá hátíðarinnar
Mýrdalshreppur Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira