Og hvað svo? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2023 07:30 Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Það er gott að fjármálaráðherra hafi sjálfur séð að við þessar aðstæður gat hann ekki setið lengur. En hann hefði líka þurft að sjá fyrir næstu skref. Almenningur reynir nú að botna vísuna. Kenningarnar eru ýmsar og ekki liggur fyrir hver atburðarásin verður. Í stað stjórnfestu, ríkir lausung við stjórn landsins. Málið sýnir þó að eftirlit Alþingis virkaði og stjórnarandstaðan náði að knýja fram, með málefnalegum rökum, rannsóknir og frekari skoðun á bankasölunni. Stjórnarflokkarnir sýndu gamalkunnuga takta og reyndu að sópa málinu undir teppið. Öll klassísku varnarviðbrögðin í bókinni voru virkjuð. En nú liggur þessi niðurstaða fyrir og afsögn ráðherra staðreynd. En hvað svo? Á sama tíma blæðir heimilum og fyrirtækjum í vaxta- og verðbólgustormi. Í stað þess að einblína á það sem brennur á heimilum landsmanna eru skilaboð stjórnvalda til almennings ansi aum. Stjórnarflokkarnir ætla víst að nýta næstu daga til að skerpa á áherslum ríkisstjórnarinnar og efla „liðsandann í stjórnarliðinu“. Það á að halda einhvers konar hópeflisfund á föstudaginn þar sem „reynt verður að kortleggja hvað það er sem veldur mönnum mestu hugarangri og hvernig sefa megi þær áhyggjur“ samkvæmt mbl.is. Hugarangrið, vel að merkja, beinist að vanlíðan stjórnarflokkanna en ekki áhyggjum almennings. Hringlandaháttur í stað stjórnfestu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG stendur nú í ströngu við að verja formann Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnina. Það hefur lengi legið fyrir að álit Umboðsmanns myndi líta dagsins ljós. Þar voru í boði tvær sviðsmyndir. Annars vegar að fjármálaráðherra hefði brotið lög og svo að fjármálaráðherra hefði ekki brotið lög. Er það virkilega svo að ekkert plan var tilbúið um hvora sviðsmynd og þá næstu skref út frá þeim? Fjármálaráðherra fékk að vita af niðurstöðunni að minnsta kosti fjórum dögum fyrir blaðamannafundinn. Nú ætlar stjórnin að gefa sér eina fjóra í viðbót. Það er langur tími í pólitík og sýnir hvorki pólitíska snerpu eða metnað Hringlandaháttur er valinn þegar samfélagið þarf á forystu og stjórnfestu að halda. Áframhaldandi bankasala nauðsynleg Í fjármálaáætlun og fjárlögum er gert ráð fyrir áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Því er ég sammála. Ég hef þó bent á að málið væri í ákveðinni sjálfheldu vegna þessvantrausts sem ríkir, aðallega í garð Sjálfstæðisflokksins, við sölu ríkiseigna. Þegar það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að gera allt til að lafa út kjörtímabilið þá gæti það verið lausn að færa forræði málsins yfir til forsætisráðherra eða viðskiptaráðherra. Salan er ekki síst mikilvæg meðal annars til að rétta af fjármál ríkisins. Það munar um 55 milljarða til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, slá á gríðarlegan vaxtakostnað ríkisins og styrkja innviði. Það hefur áþreifanlega komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn ræður einfaldlega ekki við verkefnið. En það sem við þurfum allra helst á að halda er að það fari ekki öll orka stjórnarinnar í innanbúðarátökin við ríkisstjórnarborðið. Við verðum að átta okkur á því að erfiðar kjaraviðræður eru fram undan. Fjárlög hafa verið lögð fram en þau eru munaðarlaus. Við þurfum ríkisstjórn sem virkar og er starfhæf. Ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og fer raunverulega að taka utan um heimilin í landinu. Ekki einkamál ríkisstjórnarinnar Þessi staða er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins. Né einkamál ríkisstjórnarinnar. Það er vont að það ríki óvissa um hver muni setjast í stól fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Ringulreiðin sem blasir við ýtir ekki undir trúverðugleika stjórnarinnar. Innanlands sem utan. Áframhaldandi óvissa á stjórnarheimilinu ýtir hins vegar undir efnahagslegan óstöðugleika sem síðan bitnar á heimilum landsins og fyrirtækjum. Það er ekki það sem samfélagið þarf á að halda. Það ríkir að einhverju leyti ákveðið neyðarástand en það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar er að tryggja sjálfri sér sæti í björgunarbátnum. Á meðan skal almenningur gjöra svo vel að bíða rólegur því ríkisstjórnin þarf jú að efla „liðsandann“, „gæta að hugarangri innan hennar“ og „kortleggja“ hvar hver eigi að sitja. Þetta er auðvitað farsakennd staða – Dario Fo hefði vart getað gert betur. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Viðreisn Tengdar fréttir Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03 „Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Það er gott að fjármálaráðherra hafi sjálfur séð að við þessar aðstæður gat hann ekki setið lengur. En hann hefði líka þurft að sjá fyrir næstu skref. Almenningur reynir nú að botna vísuna. Kenningarnar eru ýmsar og ekki liggur fyrir hver atburðarásin verður. Í stað stjórnfestu, ríkir lausung við stjórn landsins. Málið sýnir þó að eftirlit Alþingis virkaði og stjórnarandstaðan náði að knýja fram, með málefnalegum rökum, rannsóknir og frekari skoðun á bankasölunni. Stjórnarflokkarnir sýndu gamalkunnuga takta og reyndu að sópa málinu undir teppið. Öll klassísku varnarviðbrögðin í bókinni voru virkjuð. En nú liggur þessi niðurstaða fyrir og afsögn ráðherra staðreynd. En hvað svo? Á sama tíma blæðir heimilum og fyrirtækjum í vaxta- og verðbólgustormi. Í stað þess að einblína á það sem brennur á heimilum landsmanna eru skilaboð stjórnvalda til almennings ansi aum. Stjórnarflokkarnir ætla víst að nýta næstu daga til að skerpa á áherslum ríkisstjórnarinnar og efla „liðsandann í stjórnarliðinu“. Það á að halda einhvers konar hópeflisfund á föstudaginn þar sem „reynt verður að kortleggja hvað það er sem veldur mönnum mestu hugarangri og hvernig sefa megi þær áhyggjur“ samkvæmt mbl.is. Hugarangrið, vel að merkja, beinist að vanlíðan stjórnarflokkanna en ekki áhyggjum almennings. Hringlandaháttur í stað stjórnfestu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG stendur nú í ströngu við að verja formann Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnina. Það hefur lengi legið fyrir að álit Umboðsmanns myndi líta dagsins ljós. Þar voru í boði tvær sviðsmyndir. Annars vegar að fjármálaráðherra hefði brotið lög og svo að fjármálaráðherra hefði ekki brotið lög. Er það virkilega svo að ekkert plan var tilbúið um hvora sviðsmynd og þá næstu skref út frá þeim? Fjármálaráðherra fékk að vita af niðurstöðunni að minnsta kosti fjórum dögum fyrir blaðamannafundinn. Nú ætlar stjórnin að gefa sér eina fjóra í viðbót. Það er langur tími í pólitík og sýnir hvorki pólitíska snerpu eða metnað Hringlandaháttur er valinn þegar samfélagið þarf á forystu og stjórnfestu að halda. Áframhaldandi bankasala nauðsynleg Í fjármálaáætlun og fjárlögum er gert ráð fyrir áframhaldandi sölu á Íslandsbanka. Því er ég sammála. Ég hef þó bent á að málið væri í ákveðinni sjálfheldu vegna þessvantrausts sem ríkir, aðallega í garð Sjálfstæðisflokksins, við sölu ríkiseigna. Þegar það er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að gera allt til að lafa út kjörtímabilið þá gæti það verið lausn að færa forræði málsins yfir til forsætisráðherra eða viðskiptaráðherra. Salan er ekki síst mikilvæg meðal annars til að rétta af fjármál ríkisins. Það munar um 55 milljarða til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, slá á gríðarlegan vaxtakostnað ríkisins og styrkja innviði. Það hefur áþreifanlega komið á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn ræður einfaldlega ekki við verkefnið. En það sem við þurfum allra helst á að halda er að það fari ekki öll orka stjórnarinnar í innanbúðarátökin við ríkisstjórnarborðið. Við verðum að átta okkur á því að erfiðar kjaraviðræður eru fram undan. Fjárlög hafa verið lögð fram en þau eru munaðarlaus. Við þurfum ríkisstjórn sem virkar og er starfhæf. Ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og fer raunverulega að taka utan um heimilin í landinu. Ekki einkamál ríkisstjórnarinnar Þessi staða er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins. Né einkamál ríkisstjórnarinnar. Það er vont að það ríki óvissa um hver muni setjast í stól fjármálaráðherra. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Ringulreiðin sem blasir við ýtir ekki undir trúverðugleika stjórnarinnar. Innanlands sem utan. Áframhaldandi óvissa á stjórnarheimilinu ýtir hins vegar undir efnahagslegan óstöðugleika sem síðan bitnar á heimilum landsins og fyrirtækjum. Það er ekki það sem samfélagið þarf á að halda. Það ríkir að einhverju leyti ákveðið neyðarástand en það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar er að tryggja sjálfri sér sæti í björgunarbátnum. Á meðan skal almenningur gjöra svo vel að bíða rólegur því ríkisstjórnin þarf jú að efla „liðsandann“, „gæta að hugarangri innan hennar“ og „kortleggja“ hvar hver eigi að sitja. Þetta er auðvitað farsakennd staða – Dario Fo hefði vart getað gert betur. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Segir Bjarna ekki geta „bæði átt kökuna og étið hana“ Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn. Ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. 11. október 2023 22:03
„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. 11. október 2023 18:23
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun