Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2023 11:53 Blinken og Netanyahu tókust innilega í hendur áður en blaðamannafundurinn hófst. AP/Jacquelyn Martin „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. Blinken, sem mun funda með ráðamönnum í Ísrael í dag og með forseta Palestínu á morgun, sagðist skilja persónulega þá endurómun sem fylgdi í kjölfar voðaverka Hamas, fyrir gyðinga í Ísrael og út um allan heim. „Of oft í fortíðinni hafa leiðtogar verið tvístígandi gagnvart hryðjuverkaárásum gegn Ísrael og ísraelsku þjóðinni. Þetta er, verður að vera, stund siðferðilegrar uppljómunar,“ sagði Blinken. Utanríkisráðherrann sagði ríkisborgara 36 ríkja hafa verið myrta í árás Hamas á laugardaginn, eða saknað. Þá sagði hann 25 bandaríska ríkiborgara hafa verið meðal 1.200 látnu. „Allir sem vilja frið og réttlæti verða að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken. Það er ljóst að stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er afdráttarlaus.AP/Jacquelyn Martin Hann sagði ómögulegt að sjá myndir af fjölskyldum sem hefðu verið myrtar og hugsa ekki um eigin börn. „Börnum slátrað, lík lítilsvirt, ungt fólk brennt lifandi, konum nauðgað, foreldrar teknir af lífi fyrir framan börn þeirra, börn fyrir framan foreldrana. Hvernig eigum við að geta skilið þetta?“ sagði ráðherrann. Hann lofaði hugrekki Ísraelsmanna og sagði þá mögulega nógu sterka til að verjast upp á eigin spýtur „en á meðan Bandaríkin verða til munið þið aldrei nokkurn tímann þurfa þess“. Blinken sagði aðeins eitt á stefnuskrá Hamas; að myrða gyðinga og tortíma Ísrael. Ísraelsmenn hefðu fullan rétt á því að grípa til varna en það skipti máli hvernig þeir gerðu það. Freista þyrti þess í lengstu lög að þyrma óbreyttum borgurum. Netanyahu þakkaði Blinken og Bandaríkjunum, bæði á hebresku og ensku, og líkti Hamas við Ríki íslam. „Biden hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um algjöra illsku,“ sagði forsætisráðherrann. „Hamas mun sæta sömu örlögum og Isis. Það á að hrækja þeim úr samfélagi þjóðanna. Þetta er tími þar sem við þurfum að standa keik og sameinuð gagnvart hinu illa. Við erum að taka afstöðu. Bandaríkin eru að taka afstöðu.“ Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Blinken, sem mun funda með ráðamönnum í Ísrael í dag og með forseta Palestínu á morgun, sagðist skilja persónulega þá endurómun sem fylgdi í kjölfar voðaverka Hamas, fyrir gyðinga í Ísrael og út um allan heim. „Of oft í fortíðinni hafa leiðtogar verið tvístígandi gagnvart hryðjuverkaárásum gegn Ísrael og ísraelsku þjóðinni. Þetta er, verður að vera, stund siðferðilegrar uppljómunar,“ sagði Blinken. Utanríkisráðherrann sagði ríkisborgara 36 ríkja hafa verið myrta í árás Hamas á laugardaginn, eða saknað. Þá sagði hann 25 bandaríska ríkiborgara hafa verið meðal 1.200 látnu. „Allir sem vilja frið og réttlæti verða að fordæma ógnarstjórn Hamas,“ sagði Blinken. Það er ljóst að stuðningur Bandaríkjanna við Ísrael er afdráttarlaus.AP/Jacquelyn Martin Hann sagði ómögulegt að sjá myndir af fjölskyldum sem hefðu verið myrtar og hugsa ekki um eigin börn. „Börnum slátrað, lík lítilsvirt, ungt fólk brennt lifandi, konum nauðgað, foreldrar teknir af lífi fyrir framan börn þeirra, börn fyrir framan foreldrana. Hvernig eigum við að geta skilið þetta?“ sagði ráðherrann. Hann lofaði hugrekki Ísraelsmanna og sagði þá mögulega nógu sterka til að verjast upp á eigin spýtur „en á meðan Bandaríkin verða til munið þið aldrei nokkurn tímann þurfa þess“. Blinken sagði aðeins eitt á stefnuskrá Hamas; að myrða gyðinga og tortíma Ísrael. Ísraelsmenn hefðu fullan rétt á því að grípa til varna en það skipti máli hvernig þeir gerðu það. Freista þyrti þess í lengstu lög að þyrma óbreyttum borgurum. Netanyahu þakkaði Blinken og Bandaríkjunum, bæði á hebresku og ensku, og líkti Hamas við Ríki íslam. „Biden hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um algjöra illsku,“ sagði forsætisráðherrann. „Hamas mun sæta sömu örlögum og Isis. Það á að hrækja þeim úr samfélagi þjóðanna. Þetta er tími þar sem við þurfum að standa keik og sameinuð gagnvart hinu illa. Við erum að taka afstöðu. Bandaríkin eru að taka afstöðu.“
Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira