„Of mikið stress að þjálfa meistaraflokk“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2023 07:31 Gylfi Sigurðsson verður í sviðsljósinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson segir það enn algerlega óljóst hvenær hann leggi skóna á hilluna en hann er nýorðinn 34 ára gamall. „Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
„Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk
Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira