Verðmæti týnd ofan í skúffum – átak í söfnun notaðra raftækja Íslenska gámafélagið 13. október 2023 13:20 Árni Freyr Valdimarsson sérfræðingur á útflutnings og hráfnissviði Íslenska gámafélagsins segir okkur Íslendinga langt frá markmiðum okkar um endurvinnslu raftækja og eftirbáta annarra Evrópuþjóða. Einungis 30 - 40% raftækja skila sér í endurvinnslustöðvar hér á landi af þeim 7000 tonnum af raftækjaúrgangi sem fellur til á hverju ári. Á morgun er alþjóðlegur söfnunardagur raftækja og hafa Íslenska gámafélagið og Dropp tekið höndum saman við að safna notuðum raftækjum. „Við viljum fá þessa hluti inn í hringrásarhagkerfið, þarna eru verðmætir málmar eins og kopar, gull, silfur og ál sem miklu umhverfisvænna er að endurvinna en þurfa að grafa þá úr jörðu og einnig plast og fleiri endurvinnanleg efni. Okkur grunar að ofan í skúffum heima liggi gamlir símar, snúrur, tölvur, fjöltengi og allskonar dót, sem betra er að koma í réttan farveg,“ segir Árni Freyr Valdimarsson sérfræðingur á útflutnings- og hráefnasviði hjá Íslenska gámafélaginu. Hann segir okkur Íslendinga langt frá markmiðum okkar um endurvinnslu raftækja og eftirbáta annarra Evrópuþjóða. „Evrópusambandið hefur sett það markmið að ná 65% raftækja aftur inn í hringrásarhagkerfið og hér á landi höfum við einnig sett markmið að ná yfir 65% en erum langt frá því. Við erum sífellt að leita leiða til að hækka þetta hlutfall og er þetta samstarfsverkefni með Dropp því mjög spennandi,“ segir Árni. Átakið fer þannig fram að viðskiptavinir sem eiga von á vörum í heimsendingu með Dropp geta komið smærri raftækjum á starfsmann Dropp endurgjaldslaust. Hafa þarf tækin tilbúin þegar starfsmaður Dropp kemur við og nær verkefnið til smærri raftækja eins og síma, snúra, tölva, hárblásara, USB kubba, sléttujárna, vasareikna, rafretta og hleðslutækja svo eitthvað sé nefnt. Starfsmaður Dropp kemur síðan raftækjunum í vöruhús Dropp og ÍGF sækir þau þangað. Ekki er tekið við stærri tækjum eins og kaffikönnum, þvottavélum og ísskápum en þeim má skila á næstu endurvinnslustöð. „Okkur fannst frábært að nýta ferðirnar sem Dropp er að fara í heimahús. Þau keyra um á rafbílum svo verkefnið er umhverfisvænt. Við prófum þetta í viku og ef þetta gengur vel höldum við þessu mögulega áfram. Átakið er einnig gert til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvað er í skúffunum heima. Það skiptir gríðarlega miklu máli að koma þessu í endurvinnslu og er í sjálfu sér ekki flókið,“ segir Árni. Hvað verður svo um tækin? „Við söfnum raftækjunum saman úr vöruhúsi Dropp, flokkum þau og sendum út til Hollands og Svíþjóðar þar sem þau fara í endurvinnslu. Við hvetjum fólk því til að kíkja í skúffur og skápa, fara yfir jólaseríurnar og safna saman ónothæfum tækjum. Ef þið eigið ekki von á sendingu með Dropp þá er bara að renna með þetta á næstu endurvinnslustöð,“ segir Árni. Umhverfismál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Við viljum fá þessa hluti inn í hringrásarhagkerfið, þarna eru verðmætir málmar eins og kopar, gull, silfur og ál sem miklu umhverfisvænna er að endurvinna en þurfa að grafa þá úr jörðu og einnig plast og fleiri endurvinnanleg efni. Okkur grunar að ofan í skúffum heima liggi gamlir símar, snúrur, tölvur, fjöltengi og allskonar dót, sem betra er að koma í réttan farveg,“ segir Árni Freyr Valdimarsson sérfræðingur á útflutnings- og hráefnasviði hjá Íslenska gámafélaginu. Hann segir okkur Íslendinga langt frá markmiðum okkar um endurvinnslu raftækja og eftirbáta annarra Evrópuþjóða. „Evrópusambandið hefur sett það markmið að ná 65% raftækja aftur inn í hringrásarhagkerfið og hér á landi höfum við einnig sett markmið að ná yfir 65% en erum langt frá því. Við erum sífellt að leita leiða til að hækka þetta hlutfall og er þetta samstarfsverkefni með Dropp því mjög spennandi,“ segir Árni. Átakið fer þannig fram að viðskiptavinir sem eiga von á vörum í heimsendingu með Dropp geta komið smærri raftækjum á starfsmann Dropp endurgjaldslaust. Hafa þarf tækin tilbúin þegar starfsmaður Dropp kemur við og nær verkefnið til smærri raftækja eins og síma, snúra, tölva, hárblásara, USB kubba, sléttujárna, vasareikna, rafretta og hleðslutækja svo eitthvað sé nefnt. Starfsmaður Dropp kemur síðan raftækjunum í vöruhús Dropp og ÍGF sækir þau þangað. Ekki er tekið við stærri tækjum eins og kaffikönnum, þvottavélum og ísskápum en þeim má skila á næstu endurvinnslustöð. „Okkur fannst frábært að nýta ferðirnar sem Dropp er að fara í heimahús. Þau keyra um á rafbílum svo verkefnið er umhverfisvænt. Við prófum þetta í viku og ef þetta gengur vel höldum við þessu mögulega áfram. Átakið er einnig gert til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvað er í skúffunum heima. Það skiptir gríðarlega miklu máli að koma þessu í endurvinnslu og er í sjálfu sér ekki flókið,“ segir Árni. Hvað verður svo um tækin? „Við söfnum raftækjunum saman úr vöruhúsi Dropp, flokkum þau og sendum út til Hollands og Svíþjóðar þar sem þau fara í endurvinnslu. Við hvetjum fólk því til að kíkja í skúffur og skápa, fara yfir jólaseríurnar og safna saman ónothæfum tækjum. Ef þið eigið ekki von á sendingu með Dropp þá er bara að renna með þetta á næstu endurvinnslustöð,“ segir Árni.
Umhverfismál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira