Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 07:21 Trump steig fram í gær og sagði Scalise óhæfan sökum þess að hann hefði verið greindur með blóðkrabbamein. Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. Scalise var tilnefndur eftir lokaðan fund og atkvæðagreiðslu þingmanna Repúblikanaflokksins á miðvikudag en vantaði töluvert upp á að tryggja sér forsetaembættið þegar á hólminn var komið. Var það ekki síst vegna þess að margir stuðningsmenn keppninautar hans, þingmannsins Jim Jordan frá Ohio, neituðu að gefa sig og sameinast með flokkssystkinum sínum um að styðja Scalise. Jordan naut stuðnings Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fulltrúadeildin er nú sem lömuð, á sama tíma og fjöldi mikilvægra mála þarfnast úrlausnar bæði heima fyrir og á erlendri grundu. Scalise sagðist stíga til hliðar í þeirri von að einhverjum öðrum tækist að sameina Repúblikanaflokkinn. Hann skaut á sama tíma á flokkssystkini sín og sagði suma ganga eigin erinda. Þingmaðurinn Don Bacon frá Nebraska segir í samtali við New York Times að Scalise hafi sigrað í lokuðu kosningunni meðal þingmanna Repúblikana en engu að síður hafi sumir þeirra svikist undan þegar kom að því að kjósa þingforseta. „Ef þú verðlaunar slæma hegðun verður áframhald á henni,“ sagði hann um næstu skref. Trump gerði illt verra þegar hann steig inn í umræðuna í gær og sagði Scalise óhæfan þar sem hann hefur greinst með blóðkrabbamein. „Steve er maður sem á í alvarlegum vanda af því að hann er með blóðkrabbamein. Ég veit ekki hvernig þú getur sinnt starfinu þegar þú ert að etja við svona alvarlegan vanda,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Jordan er talin munu freista þess í dag að tryggja sér forsetaembættið en á langt í land þar sem hann nýtur ekki stuðnings hófsamari Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Scalise var tilnefndur eftir lokaðan fund og atkvæðagreiðslu þingmanna Repúblikanaflokksins á miðvikudag en vantaði töluvert upp á að tryggja sér forsetaembættið þegar á hólminn var komið. Var það ekki síst vegna þess að margir stuðningsmenn keppninautar hans, þingmannsins Jim Jordan frá Ohio, neituðu að gefa sig og sameinast með flokkssystkinum sínum um að styðja Scalise. Jordan naut stuðnings Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Fulltrúadeildin er nú sem lömuð, á sama tíma og fjöldi mikilvægra mála þarfnast úrlausnar bæði heima fyrir og á erlendri grundu. Scalise sagðist stíga til hliðar í þeirri von að einhverjum öðrum tækist að sameina Repúblikanaflokkinn. Hann skaut á sama tíma á flokkssystkini sín og sagði suma ganga eigin erinda. Þingmaðurinn Don Bacon frá Nebraska segir í samtali við New York Times að Scalise hafi sigrað í lokuðu kosningunni meðal þingmanna Repúblikana en engu að síður hafi sumir þeirra svikist undan þegar kom að því að kjósa þingforseta. „Ef þú verðlaunar slæma hegðun verður áframhald á henni,“ sagði hann um næstu skref. Trump gerði illt verra þegar hann steig inn í umræðuna í gær og sagði Scalise óhæfan þar sem hann hefur greinst með blóðkrabbamein. „Steve er maður sem á í alvarlegum vanda af því að hann er með blóðkrabbamein. Ég veit ekki hvernig þú getur sinnt starfinu þegar þú ert að etja við svona alvarlegan vanda,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Jordan er talin munu freista þess í dag að tryggja sér forsetaembættið en á langt í land þar sem hann nýtur ekki stuðnings hófsamari Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira