Þingmennirnir mættir til Þingvalla Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. október 2023 11:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra stígur inn í rútu í morgun. Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. Í morgun var greint frá því að þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þar verði ýmis mál rædd. „Það er nú gaman að segja frá því að þetta er dagur sem var ákveðinn fyrir löngu síðan, löngu fyrir afsögn fjármála-og efnahagsráðherra. Þetta er vinnudagur þingflokka stjórnarflokkanna, sem er nú hefð fyrir og við erum að fara að ræða ýmis mál og þingveturinn framundan.“ Bjarni gaf fréttastofu ekki kost á viðtali í morgun.Vísir/Vilhelm Næstu skref komi í ljós á morgun Er búið að taka einhverjar ákvarðanir um næstu skref? „Það er nú bara þannig að það er ríkisráðsfundur á morgun og þá koma næstu skref í ljós.“ Má búast við miklum hrókeringum í ríkisstjórninni? „Ég held það sé best að við bíðum morgundagsins til að sjá hvernig þetta endar.“ Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Sigurður Ingi í rútunni í morgun.Vísir/Vilhelm Segir stöðu ríkisstjórnarinnar sterka Katrín segir að hún telji stöðu ríkisstjórnarinnar sterka þrátt fyrir atburði síðustu daga. Síðustu dagar hafi verið notaðir til að ræða verkefnin framundan. „Við höfum auðvitað notað þessa daga til að ræða verkefnin framundan, setja þau niður með skýrari hætti. Þannig að ég tel að við stöndum bara nokkuð styrkum fótum,“ segir Katrín. Það hefur verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni að þú hafir staðið ansi þétt við bakið á fjármálaráðherra í allri orrahríðinni um Íslandsbanka, hvernig myndirðu svara þeirri gagnrýni? „Já, að sjálfsögðu og það má eiginlega segja það um ríkisstjórnina alla, að við höfum gert það. enda tel ég að við höfum fylgt ráðum, bæði okkar stofnana og þeirra sem um þessi mál höndala innan stjórnarráðsins og ég tel að þau ráð hafi verið gefin eftir bestu vitund. Þannig að ég tel að það sé nú staðan í þessu máli.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á leið í rútuna. Vísir/Vilhelm Starsmenn á vegum Framsóknarflokksins ferja veigar í rútuna.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þingvellir Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Í morgun var greint frá því að þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þar verði ýmis mál rædd. „Það er nú gaman að segja frá því að þetta er dagur sem var ákveðinn fyrir löngu síðan, löngu fyrir afsögn fjármála-og efnahagsráðherra. Þetta er vinnudagur þingflokka stjórnarflokkanna, sem er nú hefð fyrir og við erum að fara að ræða ýmis mál og þingveturinn framundan.“ Bjarni gaf fréttastofu ekki kost á viðtali í morgun.Vísir/Vilhelm Næstu skref komi í ljós á morgun Er búið að taka einhverjar ákvarðanir um næstu skref? „Það er nú bara þannig að það er ríkisráðsfundur á morgun og þá koma næstu skref í ljós.“ Má búast við miklum hrókeringum í ríkisstjórninni? „Ég held það sé best að við bíðum morgundagsins til að sjá hvernig þetta endar.“ Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Sigurður Ingi í rútunni í morgun.Vísir/Vilhelm Segir stöðu ríkisstjórnarinnar sterka Katrín segir að hún telji stöðu ríkisstjórnarinnar sterka þrátt fyrir atburði síðustu daga. Síðustu dagar hafi verið notaðir til að ræða verkefnin framundan. „Við höfum auðvitað notað þessa daga til að ræða verkefnin framundan, setja þau niður með skýrari hætti. Þannig að ég tel að við stöndum bara nokkuð styrkum fótum,“ segir Katrín. Það hefur verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni að þú hafir staðið ansi þétt við bakið á fjármálaráðherra í allri orrahríðinni um Íslandsbanka, hvernig myndirðu svara þeirri gagnrýni? „Já, að sjálfsögðu og það má eiginlega segja það um ríkisstjórnina alla, að við höfum gert það. enda tel ég að við höfum fylgt ráðum, bæði okkar stofnana og þeirra sem um þessi mál höndala innan stjórnarráðsins og ég tel að þau ráð hafi verið gefin eftir bestu vitund. Þannig að ég tel að það sé nú staðan í þessu máli.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á leið í rútuna. Vísir/Vilhelm Starsmenn á vegum Framsóknarflokksins ferja veigar í rútuna.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þingvellir Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira