Frakkar herða öryggisgæsluna til muna eftir voðaverkin í Brussel Aron Guðmundsson skrifar 17. október 2023 14:00 Voðaverk var framið í Brussel í Belgíu í gær Vísir/Getty Yfirvöld í Frakklandi hafa hert öryggisgæsluna, í tengslum við vináttuleik franska landsliðsins í fótbolta við Skota í kvöld, til muna eftir voðaverkin sem áttu sér stað í Brussel í gærkvöldi þegar að árásarmaður skaut tvo Svía til bana. Landsleikur Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM í fótbolta fór fram í Brussel í gærkvöldi og voru Svíarnir tveir, sem skotnir voru til bana, klæddir sænsku landsliðstreyjunni. Árásarmanninum tókst að flýja af vettvangi og stóð víðtæk leit að honum yfir í alla nótt. Nú undir morgun var svo staðfest að lögreglan hefði haft hendur í hári mannsins, til skotbardaga kom og lést árásarmaðurinn þar af sárum sínum. Hættustigið í Brussel var, í kjölfar árásarinnar, sett á hæsta stig og sömuleiðis hertu stjórnvöld í Frakklandi eftirlit sitt við landamærastöð sína að Belgíu. Landsleikur Frakklands og Skotlands fer fram í Lille í kvöld. Lille er í aðeins um 100 kílómetra fjarlægð frá Brussel og hafa yfirvöld í Frakklandi ákveðið að herða öryggisgæsluna, í tengslum við leikinn og í kringum völlinn, til muna. Þetta staðfestir innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, í samtali við RTL en aðeins eru nokkrir dagar síðan að hættustig var sett á hæsta stig í landinu. Það var gert í kjölfar þess að árásarmaður lét til skarar skríða í Gambetta-framhaldsskólanum í bænum Arras í Frakklandi. Árásarmaðurinn var fyrrum nemandi við skólann en hann notaði hníf við verknað sinn sem varð kennara við skólann að bana. Frakkland Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Landsleikur Belgíu og Svíþjóðar í undankeppni EM í fótbolta fór fram í Brussel í gærkvöldi og voru Svíarnir tveir, sem skotnir voru til bana, klæddir sænsku landsliðstreyjunni. Árásarmanninum tókst að flýja af vettvangi og stóð víðtæk leit að honum yfir í alla nótt. Nú undir morgun var svo staðfest að lögreglan hefði haft hendur í hári mannsins, til skotbardaga kom og lést árásarmaðurinn þar af sárum sínum. Hættustigið í Brussel var, í kjölfar árásarinnar, sett á hæsta stig og sömuleiðis hertu stjórnvöld í Frakklandi eftirlit sitt við landamærastöð sína að Belgíu. Landsleikur Frakklands og Skotlands fer fram í Lille í kvöld. Lille er í aðeins um 100 kílómetra fjarlægð frá Brussel og hafa yfirvöld í Frakklandi ákveðið að herða öryggisgæsluna, í tengslum við leikinn og í kringum völlinn, til muna. Þetta staðfestir innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, í samtali við RTL en aðeins eru nokkrir dagar síðan að hættustig var sett á hæsta stig í landinu. Það var gert í kjölfar þess að árásarmaður lét til skarar skríða í Gambetta-framhaldsskólanum í bænum Arras í Frakklandi. Árásarmaðurinn var fyrrum nemandi við skólann en hann notaði hníf við verknað sinn sem varð kennara við skólann að bana.
Frakkland Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti