Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. október 2023 12:04 Einn lést og tveir slösuðust þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða 7 í gær. Vísir/Vilhelm Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. Í kjölfar úttektar slökkviliðsins í apríl voru gerðar athugsemdar við nokkur atriði. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að eiganda hafi verið sent bréf í kjölfarið og gefið tækifæri til úrbóta. Brunavarnir í lagi fyrir utan brunastiga Síðustu samskipti í málinu áttu sér stað síðastliðinn föstudag. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. „Út frá upplýsingum frá eiganda og staðfestinga sem hann sendir okkur myndi ég segja að brunavarnir hafi verið viðunandi, ef frá er talinn þessi flóttastigi sem vantar ennþá en er í ferli,“ segir Aldís. Bruninn í gær kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Hlutverk slökkviliðs að tryggja brunavarnir Búseta í iðnaðarhúsnæðum hefur verið í umræðunni síðustu mánuði og ár enda hafa komið upp þónokkuð margir brunar í slíkum húsnæðum. Í skýrslu sem gefin var út í fyrra um kortlagningu á búsetu í iðnaðarhúsnæðum kom fram að um tvö þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði. Skýrslan var gefin út í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg árið 2020 þar sem þrír létust. „Slökkviliðið getur ekki sagt hvort eitthvað sé í lagi eða ekki. Notkunin er ekki í samræmi við gildandi aðaluppdrætti. Nálgun slökkviliðsins hefur verið sú að tryggja að lágmarksbrunavarnir séu til staðar fyrir íbúa,“ segir Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að negla fyrir hurð herbergisins þar sem eldurinn kviknaði í gær. Slökkvilið Bruni á Funahöfða Reykjavík Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. 16. október 2023 19:47 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Í kjölfar úttektar slökkviliðsins í apríl voru gerðar athugsemdar við nokkur atriði. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að eiganda hafi verið sent bréf í kjölfarið og gefið tækifæri til úrbóta. Brunavarnir í lagi fyrir utan brunastiga Síðustu samskipti í málinu áttu sér stað síðastliðinn föstudag. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. „Út frá upplýsingum frá eiganda og staðfestinga sem hann sendir okkur myndi ég segja að brunavarnir hafi verið viðunandi, ef frá er talinn þessi flóttastigi sem vantar ennþá en er í ferli,“ segir Aldís. Bruninn í gær kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Hlutverk slökkviliðs að tryggja brunavarnir Búseta í iðnaðarhúsnæðum hefur verið í umræðunni síðustu mánuði og ár enda hafa komið upp þónokkuð margir brunar í slíkum húsnæðum. Í skýrslu sem gefin var út í fyrra um kortlagningu á búsetu í iðnaðarhúsnæðum kom fram að um tvö þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði. Skýrslan var gefin út í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg árið 2020 þar sem þrír létust. „Slökkviliðið getur ekki sagt hvort eitthvað sé í lagi eða ekki. Notkunin er ekki í samræmi við gildandi aðaluppdrætti. Nálgun slökkviliðsins hefur verið sú að tryggja að lágmarksbrunavarnir séu til staðar fyrir íbúa,“ segir Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að negla fyrir hurð herbergisins þar sem eldurinn kviknaði í gær.
Slökkvilið Bruni á Funahöfða Reykjavík Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. 16. október 2023 19:47 „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03
Í lífshættu eftir brunann á Funahöfða Þrír voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í dag í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða, þar sem fjöldi fólks býr. Áður hafði verið greint frá því að aðeins einn hefði þurft aðhlynningu á sjúkrahúsi. 16. október 2023 19:47
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31