Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2023 14:20 Frá mótmælum í Bagdad um síðustu helgi, sem haldin voru til stuðnings Palestínumanna. Nokkrir vígahópar sem studdir eru af Íran eru með starfsemi í Írak. AP/Anmar Khalil Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru tveir af drónunum skotnir niður en annar í flugstöðinni einungis skemmdur. Einhverjir hermenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum. Vígahópar sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran hafa hótað því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við Ísrael. Hamas-samtökin njóta einnig stuðnings Írana, eins og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Regnhlífasamtök þessara hópa í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á drónaárásunum og heita frekari árásum á næstunni. U.S. Forces Defend Against Drones in Iraq https://t.co/URHNRuPdvn pic.twitter.com/C1tcdBTuyo— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 18, 2023 Fregnir hafa einnig borist af árásum á herstöðvar í Sýrlandi í dag en þær eru óstaðfestar. Fréttamiðill í Líbanon, sem tengist yfirvöldum í Íran, sagði frá því fyrr í dag að drónaárás hefði verið á Al-Tanf herstöðinni í Sýrlandi, við landamæri Íraks og Jórdaníu. Þá hefði eldflaugum verið skotið að Conoco herstöðinni í Der al-Zor héraði. Eins og áður hefur þetta ekki verið staðfest af Bandaríkjamönnum. Segjast bíða eftir skipunum frá Teheran Frá því stríðið milli Hamas og Ísrael hófst þann 7. október, hefur mest athygli beinst að Hezbolla í Líbanon,. Aðrir hópar í Mið-Austurlöndum, eins og þeir í Írak, hafa einnig hótað árásum gegn Bandaríkjamönnum. Þessir hópar tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað sameiginlega yfirbyggingu sem ætlað væri að hjálpa Hamas-samtökunum. Hvað það felur í sér er óljóst. Tveir heimildarmenn AP sem eru í hópunum segja meðlimi þeirra tilbúna til að taka þátt í baráttunni gegn Ísrael en yfirvöld í Íran hafi ekki enn gefið grænt ljós á að opna nýjar víglínur. Heimildarmennirnir segja nokkra af leiðtogum íröksku hópanna vera í Líbanon og Sýrlandi, ef ske kynni að skipanir berist frá Íran. Bandaríkjamenn eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins. Þar á meðal er flugmóðurskip og er einnig verið að sigla öðru þangað. Þá gaf Joe Biden, forseti, nýverið skipun um að herdeild landgönguliða yrði einnig send á svæðið. Biden hefur reglulega varað aðra aðila, og þá aðallega Írana, við því að reyna að nýta sér stríð Hamas og Ísraela. Írak Sýrland Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni voru tveir af drónunum skotnir niður en annar í flugstöðinni einungis skemmdur. Einhverjir hermenn eru sagðir hafa orðið fyrir lítilvægum meiðslum. Vígahópar sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran hafa hótað því að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna vegna stuðnings þeirra við Ísrael. Hamas-samtökin njóta einnig stuðnings Írana, eins og Hezbollah-samtökin í Líbanon. Regnhlífasamtök þessara hópa í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á drónaárásunum og heita frekari árásum á næstunni. U.S. Forces Defend Against Drones in Iraq https://t.co/URHNRuPdvn pic.twitter.com/C1tcdBTuyo— U.S. Central Command (@CENTCOM) October 18, 2023 Fregnir hafa einnig borist af árásum á herstöðvar í Sýrlandi í dag en þær eru óstaðfestar. Fréttamiðill í Líbanon, sem tengist yfirvöldum í Íran, sagði frá því fyrr í dag að drónaárás hefði verið á Al-Tanf herstöðinni í Sýrlandi, við landamæri Íraks og Jórdaníu. Þá hefði eldflaugum verið skotið að Conoco herstöðinni í Der al-Zor héraði. Eins og áður hefur þetta ekki verið staðfest af Bandaríkjamönnum. Segjast bíða eftir skipunum frá Teheran Frá því stríðið milli Hamas og Ísrael hófst þann 7. október, hefur mest athygli beinst að Hezbolla í Líbanon,. Aðrir hópar í Mið-Austurlöndum, eins og þeir í Írak, hafa einnig hótað árásum gegn Bandaríkjamönnum. Þessir hópar tilkynntu í gær að þeir hefðu stofnað sameiginlega yfirbyggingu sem ætlað væri að hjálpa Hamas-samtökunum. Hvað það felur í sér er óljóst. Tveir heimildarmenn AP sem eru í hópunum segja meðlimi þeirra tilbúna til að taka þátt í baráttunni gegn Ísrael en yfirvöld í Íran hafi ekki enn gefið grænt ljós á að opna nýjar víglínur. Heimildarmennirnir segja nokkra af leiðtogum íröksku hópanna vera í Líbanon og Sýrlandi, ef ske kynni að skipanir berist frá Íran. Bandaríkjamenn eru með flota í austurhluta Miðjarðarhafsins. Þar á meðal er flugmóðurskip og er einnig verið að sigla öðru þangað. Þá gaf Joe Biden, forseti, nýverið skipun um að herdeild landgönguliða yrði einnig send á svæðið. Biden hefur reglulega varað aðra aðila, og þá aðallega Írana, við því að reyna að nýta sér stríð Hamas og Ísraela.
Írak Sýrland Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir „Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04 Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49 Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19. október 2023 12:04
Semja um neyðaraðstoð en segja hana háða framgöngu Hamas Eftir margra klukkustunda langan fund Joe Biden Bandaríkjaforseta og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær samþykktu Ísraelsmenn að hleypa neyðaraðstoð til handa íbúum Gasa yfir landamærin við Egyptaland. 19. október 2023 06:49
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18. október 2023 14:26