Listaverkasafn Berlusconi skapar vandræði fyrir afkomendurna Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2023 07:49 Silvio Berlusconi árið 1985. Hann var duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Getty Einn af helstu menningarvitum og listaverkagagnrýnendum Ítalíu hefur hæðst að listaverkasafni sem forsætisráðherrann fyrrverandi, Silvio Berlusconi, skildi eftir sig þegar hann lést í júní síðastliðinn. Safnið hefur skapað ákveðin vandræði fyrir afkomendur og erfingja Berlusconi. Gagnrýnandinn Vittorio Sgarbi segir að safn forsætisráðherrans fyrrverandi samanstandi af um 25 þúsund listaverkum sem séu að langstærstum hluta af litlum gæðum og svo gott sem verðlaus. Í frétt BBC segir að Berlusconi hafi um árabil verið duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Fram kemur að þetta mikla safn hafi veitt afkomendum Berlusconi ákveðnu hugarangri, enda viti þeir ekki hvað eigi að gera við það, nú að Berlusconi gengnum. Myndirnar séu verðveittar í rúmlega þrjú þúsund fermetra vöruhúsi, ekki langt frá sveitasetri Berlusconi fyrir utan Mílanó. Um 120 milljónir króna kosti að reka vöruhúsið á ári. Í safninu eru meðal annars að finna myndir af Maríu mey, nöktum konum og myndir af húsum í París, Napolí og Feneyjum, að því er segir í frétt La Repubblica. Þá segir að timburmaðkar hafi þegar eyðilagt fjölda verkanna. Sgarbi gefur lítið fyrir safnið en segir þó að einhverjir, sem hafi litla kunnáttu um list, kunni vafalaust að hafa gaman af því að sjá myndirnar. Mögulega séu sex eða sjö myndir í safninu öllu sem hafi menningarlegt gildi. Þó kemur fram að safnið sé metið á um tuttugu milljónir evra, um þrjá milljarða króna. Auðævi Berlusconi voru metin á um sex milljarða evra þegar hann lést, um 880 milljarða íslenskra króna. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda sem forsætisráðherra árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Ítalía Myndlist Menning Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Gagnrýnandinn Vittorio Sgarbi segir að safn forsætisráðherrans fyrrverandi samanstandi af um 25 þúsund listaverkum sem séu að langstærstum hluta af litlum gæðum og svo gott sem verðlaus. Í frétt BBC segir að Berlusconi hafi um árabil verið duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Fram kemur að þetta mikla safn hafi veitt afkomendum Berlusconi ákveðnu hugarangri, enda viti þeir ekki hvað eigi að gera við það, nú að Berlusconi gengnum. Myndirnar séu verðveittar í rúmlega þrjú þúsund fermetra vöruhúsi, ekki langt frá sveitasetri Berlusconi fyrir utan Mílanó. Um 120 milljónir króna kosti að reka vöruhúsið á ári. Í safninu eru meðal annars að finna myndir af Maríu mey, nöktum konum og myndir af húsum í París, Napolí og Feneyjum, að því er segir í frétt La Repubblica. Þá segir að timburmaðkar hafi þegar eyðilagt fjölda verkanna. Sgarbi gefur lítið fyrir safnið en segir þó að einhverjir, sem hafi litla kunnáttu um list, kunni vafalaust að hafa gaman af því að sjá myndirnar. Mögulega séu sex eða sjö myndir í safninu öllu sem hafi menningarlegt gildi. Þó kemur fram að safnið sé metið á um tuttugu milljónir evra, um þrjá milljarða króna. Auðævi Berlusconi voru metin á um sex milljarða evra þegar hann lést, um 880 milljarða íslenskra króna. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda sem forsætisráðherra árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011.
Ítalía Myndlist Menning Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira