Datt úr hárgreiðslustól og krafðist skaðabóta Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 19:49 Armur á hárgreiðslustólnum brotnaði með þeim afleiðingum að konan datt í gólfið. Vísir/Vilhelm/Getty Kona sem datt úr hárgreiðslustól og slasaðist fær engar skaðabætur frá tryggingafélagi hárgreiðslustofunnar. Atvikið var talið óhappatilvik og þar af leiðandi enginn talinn bera ábyrgð á slysinu. Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í dag, sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt konunni í vil. Héraðsdómur taldi að konan ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Varanleg læknisfræðileg örorka Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Engum að kenna Eins og fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Landsréttur, sem kvað upp dóm í málinu í dag, sneri við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt konunni í vil. Héraðsdómur taldi að konan ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar, sem var tryggð hjá Sjóvá. Varanleg læknisfræðileg örorka Málsatvik voru þau að konunni var boðið sæti í hárgreiðslustól á stofu í Kópavogi. Þegar hún settist í stólinn brotnaði annar stólarmurinn og við það datt hún í gólfið. Konan leitaði til læknis vegna meiðslanna, sem voru meðal annars verkir, eymsli víðsvegar auk bakmeiðsla, og var að lokum metin með átta prósent varanlega læknisfræðilega örorku. Fyrir dómi bar konan fyrir sig að stóllinn hafi verið gallaður eða lélegur og að hárgreiðslustofan hafi borið á því ábyrgð. Stóllinn hafi verið tíu til fimmtán ára gamall og eftirliti með honum ábótavant. Þannig hafi stofan vanrækt aðgæsluskyldur, sýnt af sér saknæma háttsemi og þar af leiðandi borið bótaábyrgð. Sjóvá, vátryggingafélag hárgreiðslustofunnar og stefndi í málinu, bar fyrir sig að slysið hafi ekki átt rætur sínar að rekja til saknæmrar háttsemi. Þetta hafi einungis verið óhappatilvik og enginn á því borið ábyrgð. Stóllinn hafi verið sérstaklega gerður fyrir hárgreiðslustofur, reglulega yfirfarinn og í notkun í fjölda ára vandkvæðalaust. Engum að kenna Eins og fyrr segir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að konan ætti rétt á skaðabótum frá Sjóvá vegna slyssins, meðal annars með vísan til þess að nægar upplýsingar um ástand stólsins hafi ekki legið fyrir, og var hárgreiðslustofan látin bera hallann af þeim sönnunarskorti. Landsréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og taldi að um óhappatilvik hafi verið að ræða. Lagt var til grundvallar að stólarnir væru skoðaðir með reglulegu millibili og að viðhald færi fram eftir þörfum. Ekki var fallist á að hárgreiðslustofan hafi vanrækt eftirlit eða viðhald, og var vátryggingafélag stofunnar því sýknað af bótakröfu konunnar, sem slasaðist í stólnum.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira