Framkvæmdastjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verkfallinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 20:58 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita. Forsvarsmenn SA birtu grein í dag á vef samtakanna þar sem fram kom að eðlilegt væri að atvinnurekendur spyrðu sig af hverju markmið skipuleggjenda verkfallsins væri að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Engin skylda hvíli á atvinnurekendum til að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Rætt var við Sigríði Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar áréttaði hún að forsvarsmenn SA styddu baráttu við kynbundinni mismunun og ofbeldi. „Það sem skiptir rosalega miklu máli að hafa í huga er það hversu mikið hefur áunnist frá því að kvennafrídagurinn var haldinn fyrst árið 1975 fyrir tæplega hálfri öld. Við sjáum það til dæmis að samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands, þá er leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent. Og við vitum það líka að þessi launamunur er fyrst og fremst vegna þess að kyn eru að velja sér mismunandi tegundir starfa og atvinnugreina.“ Sigríður Margrét segir að ef horft sé á óleiðrétta launamuninn þá liggi fyrir að karlar séu mun líklegri til að vinna yfirvinnu heldur en konur. Það gæti útskýrt hærra meðaltímakaup karlmanna. Mikið áunnist síðustu fimmtíu ár „Sú staða, að árið 2023 á Íslandi, þá erum við með forsætisráðherra sem er kona, fjármálaráðherra sem er kona og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er kona. Sem segir auðvitað mjög margt um það sem hefur áunnist á þessari tæpu hálfu öld sem er liðin.“ Þegar talið berst að fyrrnefndri grein segir hún skjóta skökku við að verið sé beinlínis að hvetja til þess að konur og kvár gangi úr störfum sínum án þess að láta yfirmenn vita. Staða og eðli fyrirtækja sé mjög mismunandi og Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að meðalhófs sé gætt. „Og við erum þess vegna að leggja áherslu á það að bæði konur og kvár, sem vilja taka þátt í kvennafrídeginum, geri það með góðum fyrirvara og í þá samvinnu við sinn yfirmann svo hægt sé að skipuleggja fjarvistir, ef því er hægt að koma við,“ segir Sigríður Margrét. Sjálf ætlar hún ekki að taka þátt í verkfallinu: „Ég ætla að vera á opnum vinnufundi í Reykjanesbæ, vegna þess að stærsta verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, það er að brjótast út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Þannig að ég ætla að vera þar á opnum vinufundi með atvinnurekendum, starfsfólki og öllum sem vilja koma til að ræða lausnir á því að ná niður verðbólgu og lækka vexti á Íslandi.“ Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Forsvarsmenn SA birtu grein í dag á vef samtakanna þar sem fram kom að eðlilegt væri að atvinnurekendur spyrðu sig af hverju markmið skipuleggjenda verkfallsins væri að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Engin skylda hvíli á atvinnurekendum til að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. Rætt var við Sigríði Margréti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar áréttaði hún að forsvarsmenn SA styddu baráttu við kynbundinni mismunun og ofbeldi. „Það sem skiptir rosalega miklu máli að hafa í huga er það hversu mikið hefur áunnist frá því að kvennafrídagurinn var haldinn fyrst árið 1975 fyrir tæplega hálfri öld. Við sjáum það til dæmis að samkvæmt greinargerð Hagstofu Íslands, þá er leiðréttur launamunur kynjanna 4,1 prósent. Og við vitum það líka að þessi launamunur er fyrst og fremst vegna þess að kyn eru að velja sér mismunandi tegundir starfa og atvinnugreina.“ Sigríður Margrét segir að ef horft sé á óleiðrétta launamuninn þá liggi fyrir að karlar séu mun líklegri til að vinna yfirvinnu heldur en konur. Það gæti útskýrt hærra meðaltímakaup karlmanna. Mikið áunnist síðustu fimmtíu ár „Sú staða, að árið 2023 á Íslandi, þá erum við með forsætisráðherra sem er kona, fjármálaráðherra sem er kona og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sem er kona. Sem segir auðvitað mjög margt um það sem hefur áunnist á þessari tæpu hálfu öld sem er liðin.“ Þegar talið berst að fyrrnefndri grein segir hún skjóta skökku við að verið sé beinlínis að hvetja til þess að konur og kvár gangi úr störfum sínum án þess að láta yfirmenn vita. Staða og eðli fyrirtækja sé mjög mismunandi og Samtök atvinnulífsins leggi áherslu á að meðalhófs sé gætt. „Og við erum þess vegna að leggja áherslu á það að bæði konur og kvár, sem vilja taka þátt í kvennafrídeginum, geri það með góðum fyrirvara og í þá samvinnu við sinn yfirmann svo hægt sé að skipuleggja fjarvistir, ef því er hægt að koma við,“ segir Sigríður Margrét. Sjálf ætlar hún ekki að taka þátt í verkfallinu: „Ég ætla að vera á opnum vinnufundi í Reykjanesbæ, vegna þess að stærsta verkefni sem við stöndum frammi fyrir núna, það er að brjótast út úr vítahring verðbólgu og vaxta. Þannig að ég ætla að vera þar á opnum vinufundi með atvinnurekendum, starfsfólki og öllum sem vilja koma til að ræða lausnir á því að ná niður verðbólgu og lækka vexti á Íslandi.“
Kvennaverkfall Jafnréttismál Vinnumarkaður Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir „Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11 Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. 20. október 2023 19:11
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50
Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50