Heimsmeistarinn kennir hóstasafti sonarins um fall sitt á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 09:01 Papu Gomez varð heimsmeistari með Argentínu eftir að lyfjaprófið var tekið. Getty/Eric Verhoeven Papu Gomez varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu í fyrra en innan við ári síðar er hann á leiðinni í bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið dæmdi Gomez í tveggja ára bann eftir að ólöglegt efni fannst í sýni hans. „Ég hef aldrei notað eða hef ætlað að nota ólögleg lyf,“ skrifaði Papu Gomez á Instagram. Hann kennir hóstasafti sonarins um að efnið fannst hjá honum. Félagið hans tekur undir það. Efnið sem fannst heitir Terbutaline. Breska ríkisútvarpið segir frá. OFFICIAL: Papu Gómez has been banned from professional football for the next two years.Gómez failed an anti-doping test as he tested positive in October 2022 at Sevilla before the World Cup.Italian side Monza confirm they ve just been informed by FIFA. pic.twitter.com/qKa7UFNo1m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 20, 2023 Lyfjaprófið var tekið í október 2022 eftir leik með Sevilla og þar með áður en hann tók þátt í heimsmeistaramótinu með argentínska landsliðinu. Hinn 35 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við ítalska félagið Monza í september en hefur aðeins spilað tvo leiki með félaginu. Gomez hótar því líka að leita réttar síns af því að hann telur að ekki hafi verið fylgt lögum í máli hans. „Það er rétt að taka það fram að það er leyfilegt fyrir íþróttamenn að nota terbutaline í lækningaskyni og það bætir ekki á nokkurn hátt frammistöðu íþróttafólks,“ skrifaði Gomez meðal annars. Terbutaline er notað fyrir sjúklinga með asma, lungnakvef, lungnaþemba og aðra öndunarfærasjúkdóma. Gomez vann Evrópudeildina með Sevilla í vor þar sem liðið vann lærisveina Jose Mourinho í úrslitaleiknum. Gomez skaut aðeins á Mourinho og portúgalski stjórinn var ekki búinn að gleyma því. Þegar hann frétti af óförum Gomez þá sagðist hann ekki þora að taka hóstasaft við veikindum sínum því þá gæti hann lent í vandræðum hjá lyfjaeftirlitinu. Papu Gómez: "Mourinho? I only have one memory of him, and that is me winning the Europa League with Sevilla against him." Mourinho: "I have a cough... but I won't take any syrup or pills. Or I might have some trouble passing doping control." pic.twitter.com/LpBjcN4ffT— EuroFoot (@eurofootcom) October 23, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira