Of margar konur sem fá ekki stuðning Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2023 11:08 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Vísir/Vilhelm Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, kveðst vera spennt fyrir deginum. „Það var morgunganga í kringum Tjörnina í morgun og ótrúlega góð þátttaka, það tókst vel til. Svo eru sömuleiðis að byrja viðburðir klukkan ellefu eins og á Akureyri og víðar um landið. Það byrjar fyrr því þau ætla svo að horfa á útsendinguna frá Arnarhóli klukkan tvö. Það er verið að prófa hljóðið og athuga hvort þetta drífi ekki um allan bæ,“ segir Sonja. Sendir kveðjur á þær sem geta ekki mætt Hún sendir kveðjur á þær konur sem geta ekki eða sjá sér ekki fært að taka þátt í verkfallinu. Þær geti þó tekið þátt með því að birta myndir af sér við störf sín á samfélagsmiðlum. „En við erum því miður enn að heyra sögur, þá sérstaklega af hópum kvenna af erlendum uppruna sem eru í lægst launuðu störfunum og sjá sér ekki fært að taka þátt því þær njóta ekki stuðnings á vinnustaðnum. Ég vil sérstaklega senda þeim kveðju og við öll sem stöndum að þessu. Svo höfum við líka heyrt af sjálfstætt starfandi sem treysta sér ekki að leggja niður störf. Staðan er sú að við sem getum farið, munum gera það og við erum öll saman í baráttunni,“ segir Sonja. Karlmenn taki aðra og þriðju vaktina Hún kallar eftir því að karlmenn stigi ekki einungis upp á vinnumarkaði, heldur einnig heima fyrir. „Það er að okkar mati mjög mikilvægt til þess að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir til dæmis þriðju vaktinni, að skipuleggja allt í kringum heimilið og börnin,“ segir Sonja. Kvennaverkfall Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, kveðst vera spennt fyrir deginum. „Það var morgunganga í kringum Tjörnina í morgun og ótrúlega góð þátttaka, það tókst vel til. Svo eru sömuleiðis að byrja viðburðir klukkan ellefu eins og á Akureyri og víðar um landið. Það byrjar fyrr því þau ætla svo að horfa á útsendinguna frá Arnarhóli klukkan tvö. Það er verið að prófa hljóðið og athuga hvort þetta drífi ekki um allan bæ,“ segir Sonja. Sendir kveðjur á þær sem geta ekki mætt Hún sendir kveðjur á þær konur sem geta ekki eða sjá sér ekki fært að taka þátt í verkfallinu. Þær geti þó tekið þátt með því að birta myndir af sér við störf sín á samfélagsmiðlum. „En við erum því miður enn að heyra sögur, þá sérstaklega af hópum kvenna af erlendum uppruna sem eru í lægst launuðu störfunum og sjá sér ekki fært að taka þátt því þær njóta ekki stuðnings á vinnustaðnum. Ég vil sérstaklega senda þeim kveðju og við öll sem stöndum að þessu. Svo höfum við líka heyrt af sjálfstætt starfandi sem treysta sér ekki að leggja niður störf. Staðan er sú að við sem getum farið, munum gera það og við erum öll saman í baráttunni,“ segir Sonja. Karlmenn taki aðra og þriðju vaktina Hún kallar eftir því að karlmenn stigi ekki einungis upp á vinnumarkaði, heldur einnig heima fyrir. „Það er að okkar mati mjög mikilvægt til þess að endurspegla þá ábyrgð sem fylgir til dæmis þriðju vaktinni, að skipuleggja allt í kringum heimilið og börnin,“ segir Sonja.
Kvennaverkfall Jafnréttismál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira