Eins og þekkt er var Kevin McCarthy vikið úr embætti þingforseta í byrjun mánaðarins þegar átta Repúblikanar og allir þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með vantrauststillögu gegn honum. Þingmennirnir átta voru þeir sömu og komu lengi í veg fyrir að hann yrði forseti í upphafi kjörtímabilsins.
Síðan þá hafa Repúblikanar tilnefnt bæði Steve Scalise og Jim Jordan til þingforseta. Scalise dró framboð sitt til baka en Jordan tókst ekki að tryggja sér nægilegan fjölda atkvæða.
Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að stuðningsmenn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi ekki tekið Emmer í sátt. Hann hafi því ekki getað tryggt sér nægilegan fjölda atkvæða.
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN segir Repúblikana nú á neyðarfundi vegna málsins. Þeir vilji róa öllum árum að því að leysa úr þessari klemmu sem fyrst. Hugmynd hefur komið fram um að Kevin McCarthy og Jim Jordan bjóði sig fram aftur, að þessu sinni saman.
Lætur sjónvarpsstöðin þess getið að hugmyndin sé ein af mörgum sem nú séu á teikniborðinu hjá Repúblikönum. Flokkurinn fer með lítinn meirihluta í fulltrúadeildinni en 217 þingmenn hans þurfa að samþykkja þingforsetann.