Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2023 11:08 Jonaz Rud Vodder, danskur ríkisborgari, sem er grunaður um þátt að stórfelldu fíkniefnasmylgi. Vísir/Vilhelm Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári. „Já ég sé eftir þessu. Þetta var heimskulegt,“ sagði Jonaz í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær og tók einnig fram að hann hefði ekki farið í ferðina frá Danmörku hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann. Aðspurður tók Jonaz einnig fram að hann hafi ekki talað við kærustu sína í langan tíma og þar af leiðandi sé sambandsstaða þeirra í lausu lofti. Jonaz hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn við Garðskagavita þann 23. júní í sumar. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Jonaz er þriðji maðurinn og yngstur þeirra þriggja, 21 árs gamall. Hann flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Djangó bað hann um að skella sér Jonaz heldur því fram að hann hafi ekki grunað að neitt ólöglegt væri í gangi, en í framburði sínum fór hann yfir sína hlið málsins. Hann segir að maður að nafni Djangó hafi fengið hann í verkefnið. Jonaz hafi hitt Djangó á næturklúbbi og síðan hafi þeir talað saman símleiðis. Þó segist Jonaz í raun ekki þekkja Djangó. Djangó hafi beðið hann um að fara til Íslands í umrætt verkefni nokkrum dögum áður en varð að Íslandsförinni. Jonaz segist einungis hafa átt að gefa mönnunum ákveðnar vistir og aðspurður sagðist hann ekki eiga að fá greitt fyrir verkið. Fór vegna óprúttinna aðila „Hvers vegna myndir þú fara í þessa ferð án þess að fá greitt fyrir hana?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara. Jonaz sagðist hafa vonast til að fá greiða eða fá eitthvað endurgoldið fyrir sinn þátt. Arnþrúður Þórarinsdóttir rak málið fyrir héraðssaksóknaraVísir/Vilhelm Aðspurður um hvort hann hafi haft einhvern sérstakan greiða í huga sagði hann sig og kærustu sína hafa átt í útistöðum við óprúttna aðila. Hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þessara einstaklinga og þeir orðið þeim sárir. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera“ Ýmis netsamskipti Jonazar voru reifuð við aðalmeðferðina í gær. Til að mynda var mynd varpað upp á skjá dómsalsins sem hann sendi kærustu sinni. Á myndinni sást hann halda á þykku seðlabúnti. Frekari samskipti hans við kærustuna voru skoðuð. Hún sendi honum að hún yrði ekki stressuð eins lengi og hann kæmi til baka. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Þá voru skilaboð sem Jonaz sendi til Djangó til umræðu. „Hvað svo vinur?“ sendi Jonaz á dönsku. Fyrir dómi útskýrði hann að um væri að ræða eins konar kveðju sem væri algeng í Danmörku og var að hans mati nokkuð merkingarlaus. Um var að ræða einu skilaboðin sem voru til staðar í umræddum spjallþræði milli Jonazar og Djangó. Sá síðarnefndi svaraði sem sagt ekki. Dularfull gríma reyndist buff Í Héraðsdómi Reykjaness í gær kom fram að áður en Jonaz fór í verkefnið hafi honum verið afhentar tuttugu þúsund danskar krónur og greiðslukort. Peninginn átti hann að nota til að kaupa bensín og aðrar vistir sem skipverjarnir þyrftu. Hann hafi fengið þau fyrirmæli að hann ætti að nota reiðuféð alls staðar þar sem hann gæti, og þar sem það virkaði ekki skyldi hann nota greiðslukortið. Jonaz Rud Vodder segir að skútumálið hafi orðið til þess að hann hafi tapað íbúð, vinnu og bíl. Þá hafi málið einnig haft áhrif á vináttu hans, sem og ástarmál.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslum hafði komið fram að maðurinn sem veitti Jonazi peningana hafi verið grímuklæddur. Spurður út í það sagði Jonaz það rétt upp að einhverju marki. „Gríma og ekki gríma,“ sagði hann og reyndi að útskýra hvað maðurinn hafi verið með fyrir andlitinu. „Var það buff?“ spurði verjandi hans Birkir Már Árnason. „Já mér skilst að á Íslandi sé þetta kallað buff,“ svaraði Jonaz. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Tengdar fréttir Felldi tár aðspurður út í gengi sem hefur elt hann á röndum „Fingraför Pouls í málinu eru alveg ótrúlega mörg,“ fullyrti rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókn á skútumálinu svokallaða í aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. október 2023 18:55 Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. 24. október 2023 11:02 Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Já ég sé eftir þessu. Þetta var heimskulegt,“ sagði Jonaz í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær og tók einnig fram að hann hefði ekki farið í ferðina frá Danmörku hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann. Aðspurður tók Jonaz einnig fram að hann hafi ekki talað við kærustu sína í langan tíma og þar af leiðandi sé sambandsstaða þeirra í lausu lofti. Jonaz hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn við Garðskagavita þann 23. júní í sumar. Poul Frederik Olsen 54 ára og Henry Fleischer 34 ára sigldu skútunni frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Jonaz er þriðji maðurinn og yngstur þeirra þriggja, 21 árs gamall. Hann flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Djangó bað hann um að skella sér Jonaz heldur því fram að hann hafi ekki grunað að neitt ólöglegt væri í gangi, en í framburði sínum fór hann yfir sína hlið málsins. Hann segir að maður að nafni Djangó hafi fengið hann í verkefnið. Jonaz hafi hitt Djangó á næturklúbbi og síðan hafi þeir talað saman símleiðis. Þó segist Jonaz í raun ekki þekkja Djangó. Djangó hafi beðið hann um að fara til Íslands í umrætt verkefni nokkrum dögum áður en varð að Íslandsförinni. Jonaz segist einungis hafa átt að gefa mönnunum ákveðnar vistir og aðspurður sagðist hann ekki eiga að fá greitt fyrir verkið. Fór vegna óprúttinna aðila „Hvers vegna myndir þú fara í þessa ferð án þess að fá greitt fyrir hana?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara. Jonaz sagðist hafa vonast til að fá greiða eða fá eitthvað endurgoldið fyrir sinn þátt. Arnþrúður Þórarinsdóttir rak málið fyrir héraðssaksóknaraVísir/Vilhelm Aðspurður um hvort hann hafi haft einhvern sérstakan greiða í huga sagði hann sig og kærustu sína hafa átt í útistöðum við óprúttna aðila. Hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þessara einstaklinga og þeir orðið þeim sárir. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera“ Ýmis netsamskipti Jonazar voru reifuð við aðalmeðferðina í gær. Til að mynda var mynd varpað upp á skjá dómsalsins sem hann sendi kærustu sinni. Á myndinni sást hann halda á þykku seðlabúnti. Frekari samskipti hans við kærustuna voru skoðuð. Hún sendi honum að hún yrði ekki stressuð eins lengi og hann kæmi til baka. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Þá voru skilaboð sem Jonaz sendi til Djangó til umræðu. „Hvað svo vinur?“ sendi Jonaz á dönsku. Fyrir dómi útskýrði hann að um væri að ræða eins konar kveðju sem væri algeng í Danmörku og var að hans mati nokkuð merkingarlaus. Um var að ræða einu skilaboðin sem voru til staðar í umræddum spjallþræði milli Jonazar og Djangó. Sá síðarnefndi svaraði sem sagt ekki. Dularfull gríma reyndist buff Í Héraðsdómi Reykjaness í gær kom fram að áður en Jonaz fór í verkefnið hafi honum verið afhentar tuttugu þúsund danskar krónur og greiðslukort. Peninginn átti hann að nota til að kaupa bensín og aðrar vistir sem skipverjarnir þyrftu. Hann hafi fengið þau fyrirmæli að hann ætti að nota reiðuféð alls staðar þar sem hann gæti, og þar sem það virkaði ekki skyldi hann nota greiðslukortið. Jonaz Rud Vodder segir að skútumálið hafi orðið til þess að hann hafi tapað íbúð, vinnu og bíl. Þá hafi málið einnig haft áhrif á vináttu hans, sem og ástarmál.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslum hafði komið fram að maðurinn sem veitti Jonazi peningana hafi verið grímuklæddur. Spurður út í það sagði Jonaz það rétt upp að einhverju marki. „Gríma og ekki gríma,“ sagði hann og reyndi að útskýra hvað maðurinn hafi verið með fyrir andlitinu. „Var það buff?“ spurði verjandi hans Birkir Már Árnason. „Já mér skilst að á Íslandi sé þetta kallað buff,“ svaraði Jonaz.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Tengdar fréttir Felldi tár aðspurður út í gengi sem hefur elt hann á röndum „Fingraför Pouls í málinu eru alveg ótrúlega mörg,“ fullyrti rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókn á skútumálinu svokallaða í aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. október 2023 18:55 Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. 24. október 2023 11:02 Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Felldi tár aðspurður út í gengi sem hefur elt hann á röndum „Fingraför Pouls í málinu eru alveg ótrúlega mörg,“ fullyrti rannsóknarlögreglumaður sem var yfir rannsókn á skútumálinu svokallaða í aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 24. október 2023 18:55
Svara til saka í enn einu skútumálinu við Íslandsstrendur Þrír danskir ríkisborgarar svara í dag til saka í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp hér á landi. Tæplega 160 kíló af hassi fundust í borð í skútu nærri Garðskagavita í júní. 24. október 2023 11:02
Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. 20. október 2023 14:13